Hlín - 01.01.1934, Síða 43
Hlin
41
hjer eru óreyndar. Fátt af þeim þekki jeg til hlýtar,
en efast um, aö margar þeirra eigi viö í okkar strjál-
býli.
1. Smitberana þarf að finna.
2. Þeirra þarf að gæta.
Það á nú helst heima í læknariti að ræða, hvernig
þessu skuli ná. Drepa vil jeg þó Iítillega á fáein at-
riði. Mundi ekki einlægasta leiðin til þess að finna
smitberana vera sú, að senda sjerfræðinga til þess að
rannsaka alt landsfólkið! — Jeg hef ekki mikla trú
á þannig sendiherrum á hraðri yfirreið, og dæmi þar
frá öðrum þektum í öðrum greinum ríkisbúskaparins.
Til þess að finna smitberana þarf fyrst og fremst ná-
in kynni af ferli og sögu veikinnar í hjeraðinu og per-
sónuleg kynni af öllum hjeraðsbúum. Þau fara að vísu
í mola við læknaskifti, en með öflugu bókhaldi og
skýrslugerð, er hjerööum fylgir, þarf það eigi að verða
svo mjög. Þessu bókhaldi hefur oft verið ábótavant.
Þekkingu held jeg okkur hafa til hlýtar á veikinni,
eftir því sem gerist. Tæki vantar hinsvegar.
Og mundi ekki rjettast að loka alla smitbera inni f
nokkurskonar Lauganesi? Því miður eru þeir líklega
óviðráðanlega margir til þess, enda margir, sem að-
eins eru smitberar við og við, og rangt væri að svifta
svo mjög frelsi, þó strangt eftirlit þurfi. Hálfur sig-
ur er fenginn, ef þeir eru fundnir. Haft hef jeg bráð-
smitandi fólk í heimahúsum, án þess að virst hafi
koma að sök, ef menn vissu hið rjetta. úr myrkri og
vanþekkingu fáum við mestar búsifjar.
Til þess að vinna á, þurfum við fyrst og fremst að
fjölga hjeraðslæknunum. Það er undirstaða þess, að
nokkrar berklavarnir komi að liði, í langræði leitar
fólk oftast ekki lækins í tíma, sökum erfiðis, kostn-
aðar og anna. Það geta liðið mánuðir svo, að læknir