Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 2

Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 2
34 S U N N A Á skíðum. Snjórinn er þegar kominn á Norðurlandi, og á Suðurlandi falda fjöllin hvítu. Hver veit, hvenær snjór kemur þar í byggð? Við skulum ekki vera að óska eftir snjónum né biðja um hann. En þegrr hann kemur, þá skulum við nota hann sem kapp- samlegast, okkur til gagns'" og skemmtun- ar. Við skulum búa til snjókerlingar og hlaða snjóhús, reisa vígi og fara í snjó- kast. Þó skulum við allra helzt fara á skíði. Átt þú skíði? Ef þú átt þau ekki, þá mátt þú til að finna einhver ráð til að fá þau, svo að þú getir haft sem fyllst not af jafn-dásamlegu leik- fangi og heilbrigðis- meðali og snjórinn er. Hver veit, nema pabbi og mamma geti gefið þér skíði. Eða þú getir dregið saman aura fyrir þau, og það væri bezt. Þú vilt sjálfsagt heldur draga saman aura fyrir skíði, en eyða þeim í spýtubrjóstsykur? — En ef þú getur ekki eignazt fullkomin skíði, þá fáðu þér bara tvo tunnustafi og lagaðu þá til. Það er betra en ekki! Þegar þú ferð að ganga á skíðum, hefirðu þau alveg sam-

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.