Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 6

Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 6
38 S U N N A mann, en þau minnstu eru á stærð við þumal- fingur manns. Dýr þessi lifa á slétt- unum og í skóg- unum, sum klifra í skógunum, eins og apar. Önnur liggja í vatninu tímunum saman. Þarna eiga einnig heima spendýr, sem verpa eggj- um. Slöngur og margskonar skriðdýr eru þar einnig. Talið er, að 240 teg- undir af eðlum séu í landinu. Fuglalífið er einnig mjög fjölbreytt. Náttúrufræðingar segja, að yfir 700 fuglategundir finnist í Astralíu, sem hvergi séu til annarstaðar. Þar eru t. d. svartar álftir, pelikanar, páfa- gaukar fannhvítir eða blóðrauðir, uglutegundir ýmsar, ernir, strútar, kolibrifuglar og dúfur o. fl. o. fl. — Hvítir menn vissu ekki af landi þessu fyrr en á 17. öld, að hollenzkir sjómenn komu þangað. Seinna voru það Bretar, sem könnuðu landið og lögðu það undir sig. Fyrst fluttu þeir þangað sakamenn, en hættu því, þegar auðæfi landsins komu í ljós. Þar eru námur miklar, kolanámur, járn- og gullnámur, og rækta má þar suðræn aldin, kaffi og tóbak. Auk þessa er Ástralía allra landa bezt fallin til sauðfjárræktar. Fólk flutti þangað því hrönnum saman, til þess að nota gæði landsins. Landið er því brezk nýlenda. Þegar hvítir menn komu þangað, bjó 2. mynd. þar þjóðflokkur, sér- Spjót svertíngja. kennilegur mjög. 1. mynd. Svertingjakofi. Undir má hafa þyhkan pappa eða leir. Bindið saman tágar og bregðið svo með basti eða snæri á víxl yf>r tágarnar.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.