Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 7

Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 7
S U N N A 39 Svertingjar voru þeir kallaðir, þó að þeir væru mjög ólíkir Afríku-svertingjum. Þessir frumbyggjar Astralíu eru dökk- brúnir á hörund, frekar en svartir. Þeir eru hvorki varaþykkir né flatnefjaðir, eins og kynbræður þeirra í Afríku. Margir þeirra eru fríðir menn og beinvaxnir, með hvelft og fagurt 3. mynd. Skjöldnr svertingja. Nota má þyklian pappa eða þunna fjöl. brjóst, snotrir í andliti, ennisbreiðir, með djörf, hrífandi augu. Aðrir eru ófríðir og illilegir, hlykkjóttir og illa vaxnir. Fullorðnir menn í þjóðflokki þessum eru loðnir mjög. Hafa þeir svart alskegg. Auk þess hafa þeir sítt, biksvart hár á höfðinu og eru mjög loðnir á handleggjum, fótleggjum og brjósti. Allir hafa þeir sterklegar, heilar tennur. Skín í þær hvítar, þegar heir hlæja. — Ástralíu-svertingjar standa á lágu menningarstigi. Fáir þeirra læra að þekkja stafina eða skrifa. Og það er með þá eins og Indíánana í Ameríku, þeir létu gæði landsins ónotuð og hafa hrakizt undan hvítu mönnunum inn á þau svæði, sem óbyggilegust eru. Hvítu mennirnir hafa lagt undir sig beztu héruðin. Eins og títt er um villimenn, hafa þessir svertingjar ýmsa einkennilega siði. Þeir skreyta sig með því að rispa sig allavega til blóðs og bera svo viðarkolasalla í sárin. Þetta hleyur svo upp og verða rastir og ör eftir, þegar gróið er. Foreldrar, sem hreyknir eru af börnum sínum, skera stundum stykki upp úr skinninu eða rispa þau, til þess að þau líti vel út. Karlmennirnir fara yfirleitt illa með konur sínar. Þeir láta þær vinna baki brotnu, eins og þræla. Og þó að þeir berji 4. mynd. Handfang á skjöldinn.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.