Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 9

Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 9
S U N N A 41 Máltíðin. sögðu músabörnin inni í holunni sinni á millum húsveggja. „Hafið nú ekki hátt“, sagði mamma þeirra. „Kött- urinn er á næstu grösum. Hlusti þér“. „Mjá, mjá“, heyrðist í kettinum. Músabörnin hrukku við og létu ekki á sér bera. „Það er líka músagildra rétt hjá matarskápnum. Eg hefi séð hana, þegar ég hefi verið að sækja í búið. Hún varð honum frænda ykkar að bana, hérna á dögunum. Það er bezt að hafa hljótt um sig og fara varlega“. „Æ-i, við erum svo svöng“. „]ú, jú, ég reyni nú að ná í eitthvað, þegar öll þessi læti hætta, öll þessi stökk, allt þetta skvaldur og öll þessi hlaup“. Músabörnin kúrðu sig hvert að öðru í holunni sinni. Allt í einu hljóðnaði í húsinu. Músapabbi lagði af stað, til þess að ná í matbjörg. Hann fór gætilega og hlustaði. „Hvað er hérna? Osköpin öll af brauði! Góðir eru niennirnir að gefa oss þetta". Holubúi sneri aftur og kallaði á fjölskylduna. Var nú tekið til matar og étið rösklega. En eftir nokkurn tíma heyrðist hvorki tíst, klór eða hlaup í músunum. Mennirnir gáfu þeim síðustu máltíðina, en hún var eitruð. Hallgrímur Jónsson.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.