Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 10

Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 10
42 S U N N A Listamenn. ii. Magnús Á. Árnason myndhöggvari, málari og tónlagasmiður fór ungur vestur um haf og stundaði listnám nokkur ár í San Francisco. Hann hélt sýningu í Reykjavík síðustu daga októ- ber og bauð á hana öllum börnum úr nokkurum efstu bekkj- um barnaskólanna. Hér koma greinar um sýninguna eftir börn í 8. bekkjum beggja skólanna: Föstudaginn 28. október fórum vér stúlkurnar úr 8. bekk A á málverkasýningu Magnúsar Á. Árnasonar. Vér gengum nú í fylktu liði niður að Pósthússtræti 7, en þar hafði Magnús sýningu sína. Þar biðum vér svo litla stund, meðan Hali- grímur kennari vor fór inn til að segja frá komu vorri. Síðan gengum vér inn og afhenti málarinn oss skrá yíir málverkin. Þegar inn kom, sáum vér yfir fjörutíu málverk, sem málarinn hefir gert á einu ári. Það, sem helzt vakti athygli vora, var myndin Hvalfell, með mjög skýrum dráttum og speglaðist fjallið í vatninu. Klettaborgir hjá Marardal undir Hengli var einnig mjög falleg, en með mjög óeðlilegum litum. Það, sem mér þótti einna fegurst af málverkunum, var Glymur. Einnig voru nokkurar mannamyndir, ein af þeim beztu var Benni og var hún það bezta á sýningunni. Á sýningunni voru einnig börn úr Austurbæjar barnaskól- anum, svo að vér gátum eigi notið sýningarinnar eins vel og annars. Ólöf Benediktsdóttir (13 ára). jVlagnús Á. Árnason er þjóðkunnur orðinn fyrir prýðileg málverk, er hann hefir af hendi leyst. Einn dag fórum við drengirnir í 8. bekk A Austurbæjarskólans á málverkasýningu Magnúsar og höfðum við mjög gaman af að sjá þvílík ágætis

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.