Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 13

Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 13
S U N N A 45 Skólablöð. Því var lofað í 1. hefti Sunnu, að birta hér Ieiðbeiningu um blaðaútgáfu skólabarna. Nú koma efndirnar. I öllum skólum geta börnin gefið út handskrifuð blöð, ef þau vilja. Bezt er þá að fá sér stóra, bundna pappírsbók, skrifa blöðin inn í hana jafnóðum og þau koma út og Iesa síðan upp í kennslutímum eða á skólafundum. Hvert tölublað þarf að vera 2 eða 4 blaðsíður og nýtt tölublað að byrja á hægri handar síðu. Nafn blaðsins er skrifað eða teiknað með stóru fallegu letri efst á fyrstu síðu hvers tölublaðs. Ef blað- síðurnar eru stórar, er betra að hafa lesmálið tvídálkað. Fyrir- sagnir eru með stærra letri en meginmál og fer vel, að þær séu undirstrikaðar. Sjálfsagt er að velja blaðinu vandvirkan skrifara. Efni blaðsins verða börnin auðvitað að semja sjálf, og tjáir ekki, að það sé tekið úr bókum né öðrum prentuð- um heimildum. Þar á við að birta vísurnar, sem þið yrkið, sögur, sem þið skáldið, frásagnir af daglegu lífi ykkar og rit- gerðir um áhugamál ykkar. Bækur og blöð eru miklu fallegri og skemmtilegri, ef þau eru með myndum. Þess vegna er sjálfsagt að reyna að hafa myndir í skólablaðinu ykkar. Þeir, sem bezt teikna, geta teiknað einfaldar myndir inn í lesmálið. Einnig má líma ljós- myndir inn í blaðið, og getur t. d. verið gaman, að hafa í ferðasögu myndir úr ferðinni. Skipa þarf myndunum þannig niður, að vel fari á blaðsíðunni, og bezt að líma þær inn, áður en skrifað er í kring. Ef bundin bók er ekki til að skrifa blaðið inn í, má skrifa það á lausar arkir og festa síðan inn í lausblaðabindi. Mætti t. d. nota til þess vinnubókapappír og bindi. Sá mikli galli er á handskrifuðu blaði, að ekki er til af því nema eitt eintak. Auðvitað væri miklu meira gaman, ef

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.