Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 14

Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 14
46 S U N N A hver einstaklingur gæti fengið sitt eintak af skólablaðinu, haft það heim með sér og átt það um aldur og æfi. Þetta er vel hægt, án mikils tilkostnaðar, með því að „hektógrafera“ blaðið. Þá er það skrifað eða teiknað á hálan pappír, með sérstöku bleki (»hektógrafbleki«). Síðan er pappírnum hvolft á »hektógrafplötu«, letrið færist yfir á hana og má fá það af henni á 50—60 blöð. Sæmileg »hektógraf«-tæki kosta 10—20 krónur, svo að engum skóla ætti að vera ofvaxið að eignast þau. Sunna getur útvegað þau. Kannske þið getið líka eignazt þau sjálf og selt svo nokkur eíntök af skólablaðinu ykkar, til þess að fá upp í kostnaðinn? Enn betra er að fjölrita skólablöðin. Með þeirri aðferð má fá nokkur hundruð eintök, með skýru ritvélarletri. Hægt er og að fjölrita teikningar. En til fjölritunar þarf ritvél og fjöl- rita, og er hvort tveggja nokkuð dýrt, svo að skólabörn og fátækir skólar hafa ekki ráð á að eignast þau tæki. Á ein- staka stað er kannske hægt að fá þau lánuð, eða fá blöðin fjölrituð og selja upp í kostnaðinn. Sumir erlendir barnaskólar eiga sjálfir litlar prentsmiðjur og í þeim prenta börnin skólablöðin sín og ýmislegt smávegis, sem prenta þarf fyrir skólann. Hér á landi er engin slík prentsmiðja til. Sunnu langar til að frétta, hvernig blaðaútgáfan gengur hjá ykkur. Og ósköp hefði hún mikið gaman af að fá að sjá eitt- hvað af blöðum, sem þið gefið út. A. S. Kvikmyndarinn: Bíddu við, svo að ljónið komist nær. Ég næ yltkur ekki báðum.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.