Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 15

Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 15
S U N N A 47 Vorgróður. Skemmtilegt kvöld. Það var í sumar, að það var búinn að vera þerrir um dag- inn, en um kvöldið leit út fyrir rigningu. Það var búið að sæta, og nú sagði pabbi Dísu og Svenna að fara að binda, en hann fór að laga á hestunum. Svo fór hann að reiða heim, en þá var okkur Möggu Sveins sagt að fara að raka saman og það þótti mér ágætt, og þó var ég latur og það var rétt að ég hreyfðist, en þó ber þess að geta, að ekki skorti eggjunarorð frá Möggu. Nú kom pabbi aftur með hestana og líka kvöldmatinn, og því var ég feginn, því að ég var orðinn svangur. Svo áttum við að vaka og reyna að koma því, sem eftir var í sæti. Þegar við vorum búin að borða, var tunglið komið upp og óð í skýjum. Þá tók ekki betra við með raksturinn hjá mér, því að mér sýndist allt heyjugt. Ég hoppaði og hringsnerist. Ef Magga spurði, hvað þetta ætti að þýða, svaraði ég ekki neinu; hugsaði, að ég þyrfti að vera duglegur að raka, fyrst það var svona mikið eftir. Nú kom pabbi í annað sinn. Þá áttum við Magga að fara heim. Nú lögðum við af stað. Ég átti að gæta að, að ekki færi yfir um. Oft datt ég, það segi ég satt, og Magga rak tærnar nokkrum sinnum í og stundi við. Þegar við vorum komin að fjárhúsunum, sem pabbi reiddi heyið í, sagði hann: »Heldurðu, að þú getir hlaðið úr nokkrum köplum, ]ói minn, ef Magga hjálpar þér?< — »]á, ætli það ekki,< sagði ég ofur mannalega. Nú vorum við komin að húsinu og ég fór að hlaða úr. Ég heyrði blásturinn og stunurnar í Möggu, sem var að reyna að koma sátu inn í hlöðuna. »Á ég ekki að hjálpa þér?< sagði ég. Síðan hljóp ég að hlöðudyrunum, setti bakið undir sátuna og ýtti þannig á móti. Þegar ég var bú- inn að láta Möggu blása svolitla stund, hjálpaði ég henni með sátuna inn. Litlu seinna bað ég Möggu að hjálpa mér að

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.