Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 17

Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 17
S U N N A 49 verksmiðjustjóra. í verksmiðjunni er unnið mikið úr íslenzkri ull og vinna þar að staðaldri um 30 manns. Forstjóri verk- smiðjunnar, Sigurjón Pétursson, er mjög mikill íþróttavinur og hefir hann haldið uppi íþróttanámskeiðum tvö undanfarin sumur. Hefir hann búið til sundlaug stóra og góða, er hún rétt fyrir ofan fossinn. Hefir Sigurjón leitt í laugina heitt vatn ofan frá Reykjum. Ur þeirri leiðslu hefir hann og tekið vatn til upphitunar á íbúðarhúsum. Sigurjón hefir búið til sýningarsvæði fyrir útiíþróttir og eru þar oft íþrótfasýningar og aðrar skemmtanir að sumrinu. A Alafossi er gott og skemmtilegt að vera, þegar góð er tíð. Sigurgeir Jónsson (11 ára) Austurbæjarskóla Rvíkur. Silungsveiðar. Hvergi hefi ég enn komið, sem mér þykir eins fagurt og í Vatnsdal við Breiðafjörð. Hlíðarnar eru skógi vaxnar, og fjöllin dökkblá. I miðjum dalnum er stöðuvatn, en breið og tær á rennur úr vatninu fram í sjó. 1 vatninu og ánni er mikið af silungi. Bóndinn, sem ég var hjá, átti veiðirétt í vatninu, og einu sinni sagði hann við mig: »Heyrðu, ]ónas minn, ég ætla nú að biðja þig að fara með honum Jóhanni inn í Vatnsdal, og vera þar í viku«. Eg brá því fljótt við og fór að sækja hestana, er við áttum að nota til fararinnar.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.