Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 19

Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 19
SUNNA 51 unni. Ég leit til norðurs, og sá þar Ritinn sem risa á verði við mynni ísafjarðardjúpsins. Augu mín hvörfluðu inn með fjallgarðinum, og sá ég í mynni Jökulfjarðanna og Bjarnar- núp; þar inn með ströndinni eru smábýlin á dreif. Svo fyrir innan sé ég hilla undir Æðey í bláma. Því næst virði ég Bolungavík fyrir mér. Innst er Ósfjallið hátt og hrikalegt, og þar með Hólarnir, sem takmarka Bolungavík að austan. Þar undir Ósfjallinu eru bæirnir, með iðgrænt túnið blómum skreytt. Þar inn frá er Syðridalur, með grænar hlíðar og hoppandi smálækjum. Svo kemur Ernirinn hár og tignarlegur, sem er fyrir miðri Bolungavík, þar undir er Hóll, kirkjustað- urinn okkar. Svo sé ég Tungufjallið og dalinn þar, Hlíðardal, það er eins og Tungufjallið skipti honum í tvo. Svo er Trað- arhyrna og Ófæran, sem takmarka Bolungavík að norðan. Loks hvílast augu mín á húsaþyrpingunni; það er sem fjör færist í allt, og reykurinn er víðsvegar að koma upp úr reykháfunum. Ásgerður Gísladóttur (13 ára) Hollum, Bolungavík. Mig langar til að hafa bréfaskipti við telpu úr verkalýðs- stétt, á mínum aldri. Ég er 12 ára og heiti Margrét Jónsdóttir, Fjarðarstræti 29, Isafirði. Langdegi — skammdegi. Er sólin ljómar land og sjó. og laufin gróa um allan mó þá kemur æskan öll á kreik og út vinnu og leik. En þegar vetrar, verður kalt og vefur rökkur landið allt ska stunda nám og stæla þrótt og steypa dag úr nótt. A. S.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.