Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 23

Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 23
S U N N A 55 hríslan hreyft sig úr stað, leitað að mér og fundið mig, En sagt er mér, að ég geti ekki dáið“. „Ekki þori ég að fullyrða, að laufblað lifi, en fugl- arnir eru ódauðlegir, og jafnvel þó að litlir séu. En ekki skalt þú í snjónum grafast". Tók nú spörrinu litla laufblaðið í nef sér og flaug með það upp á húsþak. „Héðan sér þú betur sólina", mælti spörrinn og lagði laufblaðið á mæninn. „Sólinni geta allir treyst“. „Satt er það, og stór er hún núna, hlý og fögur. En hvað verður um mig, þegar næsta vindhviða kemur?“ „A ég að fljúga með þig upp í himininn?" „Ef þú getur“. Hann tók laufblaðið og sveif í loft upp. Hallgrímur Jónsson. Raggeitin. »HeIdurðu okkur væri nú ekki óhætt að koma svolítið út á ísinn, Gunnar litli?* Árni Geir, sonur Hannesar bankastjóra í Landsbankanum, renndi sér fimlega upp að tjarnarbakkanum við Vonarstræti og ávarpaði lítinn, fölleitan dreng, sem skautaði í hægðum sínum fram og aftur um krókinn milli Iðnóar og K.R.-húss- ins. »Þú hefir skauta, svo að þú getur ekki afsakað þig með því, að þú hafir ekki haft efni á að kaupa þá«. Föla andlitið á Gunnari litla roðnaði dálítið og hann sneri sér undan, til þess að fela tárin, sem læddust út úr augna-

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.