Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 24

Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 24
56 S U N N A krókunum og niður með nefinu. Reyndar þurfti ekki áð hafa mikið fyrir að fela þau. Þegar Gunnar leit við aftur, var Arni Geir allur á bak og burt — kominn langt út á tjörn, til telpnanna úr Menntaskólanum. Gunnar kreppti hnefann innan í sauðsvarta belgvettlingnum. Hann blóðlangaði til að taka á sprett, þjóta um spegilslétt- an ísinn og gefa bernskufjörinu Iausan tauminn, eins og hinir drengirnir. Honum fannst hann vera fleygur og fær. Það bjó í honum ósvikið drengjaeðli og þrá eftir áreynslu og æfin- týrum, þrátt fyrir bilað hjarta og margra ára heilsubrest. Hinir drengirnir héldu það væri uppgerð, að Gunnar mætti ekki taka þátt í leikfimi. Og þeir töldu það af hugleysi sprottið, að hann fékkst aldrei til að vera í áflogum né látum, hvorki í skólagarðinum né á götunum. Hann vissi það ósköp vel, að þeir uppnefndu hann og kölluðu hann Raggeitina. Venjulegast tók hann uppnefninu með jafnaðargeði, eins og annarri stríðni. En stundum langaði hann til að sleppa sér, veita drengjaeðlinu útrás og þverbrjóta allar varúðarreglur. En þá sá hann mömmu sína fyrir sér, blíða og brosandi, og minntist bæna hennar: »Elsku litli Gunnar minn, láttu strák- ana ekki espa þig upp né fá þig til að gera neitt, sem aum- ingja veika hjartað þitt þolir ekki. Mundu það, að mamma á engan vin nema þig«. Þá neyddi hann sig til að reyna að brosa eðlilega og láta sem ekkert væri. Gunnar steytti hnefann út að ísnum, á eftir bekkjarbróður sínum. Arni Geir hefði vel getað látið vera að minna hann á, að mamma hans var fátæk ekkja og átti stundum fullt í fangi með að sjá honum fyrir því, sem hann þurfti. »Þú ættir að sjá um sjálfan þig, þorparinn þinn. Þú ert ekki alveg svona borubrattur, þegar Hallgrímur lætur þig beygja við töfluna, eða þegar þú átt að reikna brot*, tautaði Gunnar og hrækti í áttina þangað, sem Árni Geir renndi sér. »Gunnar!« — Það var ýtt við handleggnum á honum og við honum blasti blóðrjótt telpuandlit, þegar hann leit við. »Krakkarnir hlæja að mér, því að ég kann svo lítið á

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.