Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 26

Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 26
58 S U N N A Dómkirkjuklukkan sló sjö. Skautafólkið tíndist heim af tjörninni, til kvöldverðar. Qlaðar raddir og hringl í skautum fjarlægðust og hurfu. Kaldur ísinn á Reykjavíkurtjörn hafði skapað mikinn hita og mikla gleði þenna daginn. Hvað skyldi ís og snjór hafa gefið íslenzkum börnum mikið af hreysti og ánægju? — Þeir Árni Geir og Nonni vinur hans voru enn að hamast syðst suður á tjörn. Þau Hulda og Gunnar voru fram undan barnaskólanum og ætluðu að fara að halda heim. Aðrir voru ekki eftir á tjörninni. Allt í einu heyrðist brak og brestir í ísnum, og hvellt neyðaróp kvað við. Hljóðið kom úr áttinni frá ísbirninum. En fram undan ísbirninum hafði verið tekinn ís handa ís- húsunum dagana á undun. Geysistór ferhyrnd vök hafði verið höggvin á tjörnina. Nú var kominn þunnur ís á vökina og ekki talinn mannheldur, en barmar vakarinnar voru varðaðir íshellum, sem reistar voru á rönd, til þess að vara skauta- fólk við að fara út á ónýtan ísinn. Aftur kvað við neyðaróp. Það var ekki um að villast. Árni Geir og Nonni hlutu að hafa álpazt út á vökina og ísinn svikið þá. Hulda þreif í Gunnar og þrýsti sér að honum. »Þeir drukkna, Gunnar. Hvað eigum við að gera?* sagði hún kjökrandi. Gunnar stóð andartak agndofa og náfölur. Svo beit hann á jaxlinn og herti sig upp. »Flýttu þér, Hulda, eins og þú getur yfir í Brunastöð og náðu í hjálp. Eg geri það, sem ég get, á meðan*. Hulda hélt honum föstum. »Nei, farðu nú varlega, Gunnar. Mundu eftir henni mömmu þinni«. Gunnar sleit sig lausan. »Mamma vill, að ég geri skyldu mína«, sagði hann, herti á annari skautaólinni og rauk af stað. »Eg kem«, kallaði hann og röddin skalf af hjartslætti og ákafa.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.