Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 29

Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 29
SUNNfl 61 eintak kostar fimmtíu aura og er það ekki svo mikið. Teikn- ing er á fremstu síðu eftir Sverri Bergsson fjórtán ára, og er hún heldur lagleg. Teikningin er af dreng, sem er á skíð- um, og svo eru aðrir sem eru að renna sér á skautum og er það einnig laglegt. Vísa er á fremstu síðu fyrir neðan teikninguna, vísan er eftir Halldór Grímsson, 12 ára. Vísan er góð, því drengurinn er svo ungur, þegar hann skáldar hana. Saga er á bls. 19, sem heitir vorgróður og er sú saga sögð vera eftir Sigríði Ingimarsdóttur 8 ára, Arnessýslu, ef það er satt og telpan hefir einnig ritað söguna, er sagan snilldarverk hjá henni. Bls. 21 er vísa með þremur erindum, og er vísan eflir Sigríði Björnsdóttur 10 ára, R.v.k. Bls. 23 ]ón Pétur á klakanum eftir Þórð ]. Pálsson 11 ára Eyrar- bakka, það þykir mér heldur gott, því að hann er ungur, er hann ritar söguna. í Sunnu er grein um leir, í greininni er villa, það er okkur en á að vera oss. Eg er viss um, að ég sendi Sunnu aldrei grein í blaðið. Sigríður Kjaran, 8. bekk A; Miöbæjarsk. Rvíkur. Leikir. 3. Héraleikur. Þátttakendur þurfa að vera nokkuð margir, helzt ekki færri en 15. Þeir skiptast í hópa og eru fjórir í hverjum, en tveir þurfa að vera utan við, eins og síðar segir. Þrír í hverjum hópi taka höndum saman og mynda hring, sem táknar bæli hérans, en sá fjórði er héri og stendur inni í hringnum. Tals- vert bil verður að vera milli »bælanna«. Annar þeirra, sem Utan við eru, er héri, en hinn tóa. Hún eltir hérann, en hann flýr sem fætur toga og skýzt inn í eitthvert hérabæli. Sá, sem har er fyrir, flýr undan tóunni í næsta bæli, og svo koll af holli. Ef tóan getur náð (klukkað) héra, skipta þau um hlutverk. Ef tala þátttakenda er ekki hæfileg í leik þenna, eins og að harnan er lýst, má búa til eitt eða tvö »bæli« úr fjórum mönnum.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.