Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 31

Sunna - 01.11.1932, Blaðsíða 31
S U N N A 63 Heilabrot. Getur það verið? í eftirfarandi greinum er sagt frá ýmsu, sem í fljótu bragði kann að virðast mjög eðlilegt. Gætið nú að, hvort nokkuð sé við greinarkornin að athuga, og ef svo reynist, þá segið skýrt frá, hvað ykkur finnst þar athugavert. (Ritgerð). 1. Tvö systkini voru að þrátta um það, hvort þeirra væri í meiri metum hjá móður sinni. Til þess að færa sönnur á það, að móðurinni þætti vænna um telpuna, segir telpan: »Eg er viss um, að mömmu þykir miklu vænna um mig, því að í morgun skipti hún einni köku í tvo helminga og gaf mér stærri partinn en þér hinn«. 2. Strákur nokkur sagði: ]ói er stærri en ég, Kalli er stærri en Jói og ég er stærri en Kalli. 3. Um daginn mætti ég vel búnum manni, sem þrammaði um göturnar með hendurnar í buxnavösunum og vingsaði mont- priki í kring um sig. 4. Menn voru að tala um það, að oft væri það svo, þegar járnbrautarslys vildu til, að síðasti vagninn í lestinni eyði- legðist fyrst. Þá sagði einn þeirra: Eg held að það væri þá ráð að hafa síðasta vagninn ekki með. 5. Maður, sem var að mála að utan hús, féll úr háum stiga og fótbrotnaði. Enginn var þar nálægt, sem gat hjálpað honum, svo að hann hljóp eins og fætur toguðu til næsta læknis. Þaðan fór hann beint heim til sín. 6. Það var barið að dyrum hjá séra Bjarna. Dóttir hans kemur til dyra. Roskin kona stendur við dyrnar og spyr hvort séra Bjarni væri heima. Dótlir hans kvað það ekki vera, en spurði hvort hún gæti ekki skilað neinu. >Jú«, svaraði konan, »biddu prestinn að líta inn hjá mér ein- hvern næstu daga«. »Hvar er það og hvað heitið þér?« spyr dóttir prestsins? »Presturinn þekkir mig svo vel, og

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.