Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 2

Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 2
66 S U N N A Listamenn. Sigurjón Ólafsson. III. Sigurjón Olafsson myndhöggvari hefir yngstur allra Islend- inga náð viðurkenningu og frægð sem fullveðja listamaður. Saga hans er æfintýri um karlsson, sem vinnur sér konungsríki með frá- bærum hæfileikum, dugnaði og vilja- festu. Sigurjón fæddist á Eyrarbakka 21. október 1908, sonur fátækra hjóna þar. í barnaskólanum vakti hann á sér sér- staka athygli fyrir tvennt: Hann teikn- aði betur en almennt er um börn, og þegar hann fékk eitthvert viðfangsefni, sem hann átti verulega örðugt með, þá beit hann á jaxlinn og sagði >ég skal!« í stað þess að aðrir sögðu >ég get það ekki«. Sigurjón fluttist nýfermdur til Reykjavíkur, nam þar húsa- málaraiðn og stundaði nám í kvöldskóla iðnaðarmanna. Hann vann allan daginn, gekk í skóla á kvöldin, en um nætur og sunnudaga teiknaði hann og mótaði leir. Hann var þá þegar staðráðinn í að verða mikill listamaður og stefndi ótrauður að því marki. Þegar vinir hans og vartdamenn bentu hon- um á, að listabrautin væri erfið, þyrnum stráð og tvísýn til fjár og frama, beit hann á jaxlinn og sagði: »Eg skal!« Haustið 1928 sigldi Sigurjón til Kaupmannahafnar, til þess að stunda nám við listaháskólann þar. Hann var fátækur af fé, en átti það, sem meira reyndist vert: afburðagáfur og járnvilja. Skömmu síðar barst heim fréttin um fyrsta stórsigur hans: Hann hafði verið tekinn beint inn í háskólann, undir- búningslaust og próflaust, eftir að prófessorarnir höfðu skoðað verk þau, er hann hafði gert heima. Slíks eru fá dæmi.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.