Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 10

Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 10
74 S U N N A Litli engillinn. Heródes mikli, konungur í Gyðingalandi, gekk um gólf í hinni skrautlegu höll sinni í ]erúsalem. Hann var í mjög æstu skapi, því að deginum áður höfðu þrír vitringar, austan úr löndum, komið til hallar hans og spurt hann eftir hinum nýfædda konungi Gyðinganna. Heródes hafði að vísu vitað það, að í fornum ritum Gyðinga var getið um konung, sem gera mundi þjóðina að voldugri þjóð, eins og hún var á dögum Davíðs konungs. En að þessi konungur mundi koma fram á meðan hann sæti að völdum, það hafði hann, að minnsta kosti, vonað að ekki yrði. En samt hafði þessi hugsun gripið svo um sig í huga hans, að hann hafði tortryggt alla, sem af Gyðingaættum voru, jafnt skylda sem óskylda, þess vegna hafði hann framið mörg illvirki. Heródes minntist þess, að þjóðin, sem hann var kominn af, Edómítar, var einu sinni undir harðstjórn Gyðinga, en nú drottnaði hann, Edómítinn, yfir þeim. En hví skyldi þetta ekki geta breytzt. Hver gat vitað, hvenær Drottinn mundi snúa sér til þeirra aftur og veita þeim lið? Hann hafði svo oft gjört það áður, þegar þeir voru í óvinahöndum, Og Heródes var svo hræddur um sig í valdasessinum, að við sjálft lá, að telja mætti hann geðveikan. Musterið í Jerúsalem hafði hann látið endurbæta all veru- lega og ekki sparað neitt til þess, því að hann hugði með því að gjöra þjóðina vinveitta sér, að minnsta kosti svo, að þeir gerðu ekki uppreisn móti honum, en við því mátti alltaf búast af Gyðingaþjóðinni, því að hún var í eðli sínu uppreisnargjörn, þoldi ekki kúgun og var herská mjög og þrautseig. Og nú hafði það komið sem reiðaslag yfir hann, þetta, sem vitringarnir höfðu sagt. Nú var hann fæddur, þessi konungur Gyðinganna, sem átti að gjöra þá að voldugri þjóð. Og auð-

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.