Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 13

Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 13
S U N N A 77 Vorgróður. Óþægilegt bað. Það var verið að slétta, þar sem mógrafirnar við Lauganes- veginn voru. Eg og vinir mínir Skúli, Stefán og Vilhjálmur frændi minn vorum að Ieika okkur þar í kring um eina dýpstu mógröfina. Við vorum að kasta mókögglum í hana. Þegar við vorum hættir því, fórum við að ganga um og héld- um þumalfingrunum í vestisspöngina á okkur. Eg gekk alveg fram á bakka, og vissi ekki fyr en ég datt ofan í gröfina. Vatnið bullaði í kringum munninn á mér. Eg hélt mér uppi, með því að hreyfa hendurnar og fæturna í leðjunni. Skúli, sem var næstur, hljóp að bakkanum og út á kögglana við bakkann og náði í hárið á mér, því næst í eyrun og loks í hendurnar og dró mig upp. Nafni minn hafði séð þegar ég datt ofan í og fór þá að gráta og kallaði: »Ó! Nú drukkn- ar hann Villi*. En þegar hann sá, að ég var dreginn upp, fór hann að skellihlæja. Eg hélt heimleiðis, blautur frá hvirfli til ilja, og tennurnar glömruðu í munninum. Þegar ég kom heim, vér ég háttaður upp í rúm og kom ekki meira út þann daginn. Vilhjálmur Þorláksson (12ára) Austurbæjarskóla Rvíkur. Grauturinn góði. Leikendur: Nonni, Siggi, Halli, Óli, Oddur. Nonni (smakkar á grautnum með skeið): Nei, Oddur, mik- ill snillingur ertu, að búa til svona góðan graut. Oddur: Já, drengur minn, þetta er eitt af þeim mörgu furðuverkum, sem ég hefi gert um dagana. Halli: Þú skalt nú ekki vera alveg svona grobbinn, góði minn. Þú hefðir aldrei getað soðið neinn graut, hefði ég ekki lagt til eldspýtur og kveikt upp undir pottinum, sem grautur- inn soðnaði í. Og þess vegna lít ég svo á, að ég hafi búið til grautinn að öllu leyti.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.