Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 20

Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 20
84 S U N N A þakklætisbréfið, sem hann fékk frá þeim, þegar hann var farinn að hressast, gaf í skyn, að hugur þeirra til hans hefði breytzt. Það var barið að dyrum. Mamma Gunnars opnaði og hleypti Arna Geiri og Nonna inn. Þeir gengu til Gunnars og heilsuðu honum, feimnir og vandræðalegir. Hvað var orðið af mikillætinu og mannabragnum úr rödd þeirra og fasi? Arni Geir hóf máls. »Við Nonni — við — — okkur langaði til að þakka þér fyrir, hvað þú ert hugrakkur og djarfur*. Hann rétti Gunnari hendina, og Nonni gerði slíkt hið sama. »Við vildum láta þig vita, að við sjáum eftir, að við höfum gert þér rangt til og verið vondir við þig. Og við höfum skrifað þetta hérna, svo að þú sjáir, að okkur er alvara«. Hann dró stórt umslag upp úr vasa sínum og rétti það að Gunnari. • Gunnar opnaði bréfið, fullur eftirvæntingar. Þar stóð: »Við játum það hér með, að við höfum gert rangt í því, að nefna Gunnar Finnsson raggeit, og við étum þetta upp- nefni ofan í okkur og biðjum fyrirgefningar á því. Við teljum Gunnar hafa sýnt bæði drengskap og hugrekki, þegar hann bjargaði okkur úr lífsháska. Arni Geir Hannesson. ]ón Sveinsson. Undirritaðir eru samþykkir þessu*. Og svo komu nöfn allra bekkjarbræðra þeirra í 8. bekk og margra drengja í 7. og 6. bekkjunum. Gunnar varð svo hrærður, að tár komu fram í augu hans. »Þakka ykkur fyrir. Þetta var fallegt af ykkur. En ég á það ekki skilið*. »]ú, margfaldlega«, sagði Arni Geir. »Og þegar þú kemur í skólann eftir nýjárið, þá skulum við — —«. »]á þá skulum við---------« tók Nonni undir. En þeir sögðu ekki hvað þeir »skyldu«. Það kom ekki fyr en í skólanum eftir nýjárið. Þá lét 8. bekkur ekkert tækifæri ónotað til að sýna, að þar væri enginn drengur í slíkum hávegum hafður sem Gunnar Finnsson. A. S.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.