Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 24

Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 24
88 S U N N A K. Nei, bað er Iangt frá því, að þetta sé mont. Við fórum líka inn í kvikmyndahúsin, þegar börnum var bannaður að- gangur. S. Hvernig gátuð þið það? K. 0, við höfðum ráð undir hverju rifi. S. Nefndu mér eitthvað, sem fullorðna fólkið sýndi ykkur? K. Og ekki er ég að telja það upp. Það er nóg að heyra, að þar voru okkur kennd mörg strákapör, og þar sáum við hvað glæpamennirnir gera og hvernig þeir haga sér. En segðu mér, Sveinn, af hverju er fullorðna fólkið að sýna börn- um og unglingum þetta? S. Það er að safna peningum, og því vitlausara og ljótara sem sýnt er, þess fleiri koma. K. Mér finnst fullorðna fólkið vera sekara en strákarnir. S. Það finnst mér líka. Mallgrímuv Jónsson. íslenzk glíma. Drengir góðir! Öllum hraustum og lífsglöðum drengjum er í blóð borin þörfin að hreyfa sig, takast á og tuskast, reyna krafta sína og þol sitt. Spriklandi æskuþrótturinn og fjörið þarf útrás. Drengir og stúlkur þurfa að hlaupa og hoppa, ólmast og leika sér. Það er dálítill vandi að leika sér, án þess að »Iáta illa*. Sá, sem leikur sér fallega og drengilega, nýtur trausts og vináttu, hvar sem hann kemur. Honum fylgir gleði og gæfa. Ég veit, að þið viljið láta gleðina og gæfuna fylgja ykkur. Sá einn er hamingjusamur, sem er lífsglaður. Fallegir leikir og íþróttir eiga að hjálpa ykkur til þess að verða hraust og lífsglöð, velja góða félaga og verða drengir góðir. Þjóðaríþrótt íslendinga, glíman, er mjög vel fallin til þess að glæða margar drengilegar dyggðir. En það kostar góðan og sterkan vilja að temja sig vel.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.