Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 25

Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 25
S U N N A 89 Ég veit, að íslenzkir drengir glíma meira eða minna úti um all- ar sveitir landsins. Það eru oft stundir og víða staðir til glímuiðkana. Drengir taka venjulega buxnatökum, en það getur farið illa og bux- urnar rifnað, ef þær eru ekki sterkar. Það væri því ágætt að geta búið sér til belti, til þess að buxurnar séu ekki í hættu. Beltið þarf að spenna yfir mittið og lærin. Með hægri hönd er haldið um mittisólina, en vinstri hönd um lær- ólina á keppinaut sín- um. Glímubelti má búa til úr leðri, gildu snæri eða borða, eins og notaður er í beizlistauma. Beltið verður að vera svo rúmt um mitti og læri, að liðlega sé hægt að smeygja hönd undir það. — Áður en glíma byrjar taka keppendur höndum saman. Handtakið vottar það, að Ieikurinn byggist á dreng- lyndi og vináttu. Glímumenn standa teinréttir áður en byrjað er og halda laust milli bragða. Þegar bragð er tekið, er hert á tökunum í einu vetfangi, bragðið tekið snöggt og ákveðið. Svo er stigið létt milli bragða. Það má aldrei kasta sér yfir hálffallinn keppinaut sinn. Það kallast níð og er ódrengilegt. Aldrei má reiðast í glímu, heldur vera jafn glaður, hvort sem maður stendur eða fellur. Það er gaman að sjá dreng bregðast vel við falli og standa upp brosandi. Aldrei má segja ljótt um andstæðing sinn.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.