Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 27

Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 27
S U N N A 91 Kvikmyndir. »Sunnu« hafa borizt margar ritgerðir úr 8. bekkjum Mið- bæjarskólans um kvikmyndir. Hér kemur útdráttur úr nokkr- um ritgerðunum: 1. Hér eru sýndar barnamyndir á hverjum sunnudegi og eru þaðj stundum góðar myndir. Margar myndir eru hættu- legar fyrir börnin, svo sem þjófnaðarmyndir, manndráp, skrípa- læti og margt fleira. Að svona myndum þykir börnunum gaman og skrækja og stappa, þau verða alveg tryllt af ánægju, ef einhver maður drepur óvin sinn. Sum börn fara á hverj- um sunnudegi á hvaða mynd sem er. Foreldrar ættu að banna börnum sínum það, en þeim er alveg sama, og þau ráða ekki neitt við þau, því að sum börn ráða yfir foreldrum SÍnum. Áslaug Sigurðardóttiv. 2. Eg fer stundum í kvikmyndahús. Myndirnar eru mjög mismunandi. Ein af beztu myndum, sem ég hefi séð, er Ben Húr. Eg sá mynd um daginn, sem ég álít að hafi haft mjög slæm áhrif á bömin. Guðrún Benediktsdóttir. 3. Margar kvikmyndir hafa eflaust vond áhrif á börn. Meðal þeirra tel ég þær myndir, sem lýsa lífi þjófa og ræn- ingja. Mér finnst, að þær myndir ættu að vera bannaðar fyrir börn. Sumar myndir hafa líka góð áhrif á fólk. Meðal þeirra tel ég myndina: Konung konunganna. Ásta jónsdóttir. 4. Ég fór í kvikmyndahús ásamt skólabörnum úr Miðbæjar- skólanum. Það var fræðandi mynd. Þar var sýnd öndun jurta og dýra, allskonar iðnaður og margt fleira. Þannig myndir á að sýna, því þær eru fræðandi. Ég hefi líka horft á öðruvísi mynd. Það var mynd af »litla« og »stóra«. Þeir gerðu alls-

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.