Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 28

Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 28
92 S U N N A konar fíflalæti, sem ég hló að. En þannig myndir gera mann bara að fífli. Vilhelm Kristjánsson. 5. Kvikmyndir skemma sjónina, draga frá fólki peninga og tíma. Á þeim tíma, sem fer í kvikmyndir, gætu menn lesið góðar bækur eða unnið eitthvað heima við. Eg er búinn að heita því að fara ekki á kvikmyndir í bráðina, heldur safna til jólanna, til þess að geta glatt foreldra og systkini. Ólafur Davíð Guðmundsson. 6. Veturinn 1930 sá ég mynd, sem mér þótti ákaflega góð og fræðandi. Var hún um villimannalíf suður í Afríku. Var þar sýnt frá veiðiaðferðum þeirra og hvernig þeir byggðu kofa sína. En svo eru til lélegar og spillandi myndir, til dæmis af »litla og stóra*. Þegar strákarnir koma úr kvikmyndahúsinu, herma þeir eftir þeim. Gunnar Hjörvar. 7. Mér þykir leitt, að af þeim mörgu kvikmyndum, sem ég hefi séð, eru aðeins fimm fróðlegar. Hinar allar hafa verið kjánalega dónalegar. Álit mitt er, að kreppan sé komin af ófyrirgefanlegri eyðslu í aðeins vitleysu. Mér finnst miklu skemmtilegri myndir, sem eru fróðlegar, ekki alltaf byssuskot, slagur, allt eyðilagt, sem fyrir verður. Hilmar Foss. 8. Ekki ætti alveg að hætta að sýna skopmyndir, því þær létta mann stundum upp, þegar maður er í illu skapi. En maður verður leiður á þessum eintómu skopmyndum. jón Jðnsson. 9. Það væri bæði gaman og fróðlegt, ef teknar væru myndir af íslandi og Islendingum og þær sýndar hér. Svo fara líka oft miklir peningar, þegar fólk fer í kvikmyndahús, því fólk kaupir oft mikið sælgæti og þá flytjast miklir peningar út úr landinu. Sighvatur Bjarnason.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.