Sunna - 01.01.1933, Blaðsíða 4

Sunna - 01.01.1933, Blaðsíða 4
100 S U N N A „Bundin er bátleys maður". (Færeyskur málsháttur). >]æja, ég verð þá að biðja þig fyrirgefningar. En ég gat ómögulega verið fljótari en þetta, því að ég var úti á Islandi þegar þú kallaðir«. Við getum nú að vísu ekki verið jafnfljót í förum og Illi- maður, nema þá í huganum. Frá Reykjavík til Þórshafnar í Færeyjum er tveggja sólarhringa ferð á gufuskipi. Stytzta leið milli landanna er 420 km. Þjóðin, sem byggir Færeyjar, er nákomnust okkur og líkust allra þjóða. Færeyjar byggðust um svipað leyti og ísland og frá sömu slóðum. Landnámsmenn þar, eins og hér, voru Norðmenn, er hrukku úr landi sínu, er Haraldur hár- fagri brauzt þar til valda, og komu ýmist beint frá Noregi eða frá Bretlandseyjum. Þjóðirnar á Færeyjum og Islandi eru því tviburar, þar sem þær eru fæddar á sama tíma og af sama foreldri. Er því sízt furða, þó að þær skilji hvor aðra betur en þjóðir gera annars.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.