Sunna - 01.01.1933, Blaðsíða 7

Sunna - 01.01.1933, Blaðsíða 7
S U N N A 103 Litli engillinn. Niöurl. Bæn litlu stúlkunnar steig upp að hásæti Drottins, og hann sendi engil sinn til hennar, með ljómandi fallega hvíta vængi. Engillinn nam staðar fyrir framan hvílu Eglu. Henni virtist hann koma inn um gluggann, úr fallega garðinum fyrir utan. Egla varð ekkert hrædd, er hún sá engilinn, því að hún hafði heyrt talað um engla. Auk þess brosti engillinn svo blíðlega til hennar. »Hefir Guð sent þig til að hjálpa mér?« spurði hún. »Já, Guð sendi mig til þín«, svaraði engillinn. »Hérna eru vængir, sem þú átt að eiga, þá getur þú flogið eins og ég«. Egla varð frá sér numin af fögnuði. Svona dásamlega hafði henni aldrei dottið í hug, að Guð myndi bænheyra hana. Nú gat hún flogið hvert sem hún vildi og nú hlaut hún að geta fundið vitringana. Hún spratt upp úr rúmi sínu. Hún var allt í einu orðin heilbrigð og svo létt á sér, að hún skyldi hreint ekkert í því. Engillinn festi á hana vængina og hún gat þegar veifað þeim. »Viltu koma með mér?« spurði engillinn. »Ég vil fara og bjarga nýfædda konunginum*, svaraði Egla. Og nú svifu þau bæði á hvítum englavængjum hátt upp fyrir borgina. Lengra og lengra svifu þau út í dimman geim- inn, en vængir þeirra voru sjálflýsandi og lýstu þeim. Loks sáu þau bjarma mikinn í fjarska og eftir því sem nær dró, óx birtan, og loks varð hún svo skínandi, að Egla hafði aldrei séð aðra eins dýrð. »Hvert erum við að fara?« spurði Egla. »Á fund Drottins allsherjar*, svaraði engillinn. Drottinn sat í hásæti sínu og lagði ýms störf fyrir þjóna sína. Engillinn og Egla komu nú inn að hásætinu og lutu Drottni:

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.