Sunna - 01.01.1933, Blaðsíða 8

Sunna - 01.01.1933, Blaðsíða 8
104 S U N N A »Drollinn allsherjar! Hér er komin sái sú, er þú sendir mig eftir lil jarðarinnarc, sagði engillinn. Því næst hneigði hann sig og hvarf eitthvað út í engla- hópinn, sem var umhverfis hásætið. Drottinn allsherjar tók til máls: »Vita skaltu, barn mitt, að bæn þín hefir stigið upp til mín, og sjá, ég mun bænheyra þig. Eg mun senda þig til vitring- anna, að þú kunngjörir þeim, að þeir skuli ekki snúa aftur til Heródesar, heldur heim í land sitt, er þeir hafa veitt hin- um nýfædda konungi lotningu, því að Heródes situr um líf hans. Og sjá, ég sendi þig einnig til þjóns míns, Jósefs, og seg honum, að hann skuli ekki dvelja lengur í Gyðingalandi, heldur taka sig upp og fara til Egyptalands, ásamt Maríu og Jesú, og vera þar þangað til Heródes er dauður. Og sjá, þá mun ég einnig senda engil minn til hans, að hann viti nær hann má snúa heim aftur*. Að svo mæltu þagnaði Drottinn allsherjar og horfði á þessa litlu barnssál, sem stóð fyrir framan hann, ljómandi í gleðibrosi. »Þökk, Drottinn!* hrópaði Egla. »Ég vissi, að þú mundir bænheyra mig«. Og Egla litla sveif frá hásæti Drottins aftur niður til jarðar- innar. Nú fannst henni hún vera orðin sterk og þróttmikil, og hún hafði engar áhyggjur út af því, hvar hún ætti að leita að vitringunum. Það var einhverskonar eðlisávísun, sem vís- aði henni leiðina. Allir voru í fasta svefni, og Jósef og vitringarnir líka. En sál þeirra vakti og hlýddi á orð litla vængjaða boðberans. Egla hafði nú fengið ósk sína uppfyllta. Nú var hún ekki hrædd um að afi sinn næði í nýfædda konunginn og léti deyða hann. En það dýrðlegasta af öllu þótti henni, að hún fékk að hafa englavængina áfram og vera engill og sendi- boði friðar og kærleika. * * * Það var kominn morgunn. Heima í konungshöllinni gengu menn hljóðir um. Menn sögðu, að sonardóttir konungsins hefði J

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.