Sunna - 01.01.1933, Blaðsíða 9

Sunna - 01.01.1933, Blaðsíða 9
S U N N A 105 dáið um nóttina. Allir voru sorgmæddir og það var engin uppgerð, því að öllum hafði þótt vænt um Eglu. En það hefði átt að glaðna yfir andlitunum, sem kringum hana voru, þótt rósirnar á vöngunum væru bliknaðar og varirnar fölar, því að um þær lék svo yndislegt bros, líkast því sem litla stúlkan svæfi værum blundi. Og það hefði ekki síður glaðnað yfir fólkinu, hefði það vitað, hve Eglu litlu leið vel og hve ánægð hún var með starfið, í landinu fyrir handan gröf og dauða. Margrét luarsdóttir. Leikir. 6. Aumingja kisa! Þátttakendur sitja í hring. Einn er köttur, Hann skríður til einhvers hinna og segir: »Mja-á!« Sá á að strjúka og kjassa kisu og segja: »Aumingja kisa!«, en ekki má hann brosa né breyta svip. Kisa má koma þrisvar til hvers þátt- takanda, og á hann að ávarpa hana jafnoft. Kisa verður að vera svo skringileg og koma svo flatt upp á þann, er hún mjálmar að, sem hún getur, til þess að koma honum til að hlæja. Ef það tekst, verður sá, sem hló, að taka við að vera köttur. 7. Brækurnar hans afa. Þátttakendur sitja í hring, en einn stendur í miðju. Hann spyr einhvern í hringnum um eitthvað sem honum dettur í hug, en sá, sem spurður er, má aldrei svara öðru en: »Bræk- urnar hans afa«. Menn mega ekki hlæja, hve skringilega sem svarið fellur við spurninguna. Ef einhver hlær, verður hann að taka við að spyrja. Eigi má spyrja hvern fleirum en þremur spurningum, en sjálfsagt er að reyna að hafa þær slíkar, að svarið falli sem hlálegast við þær.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.