Sunna - 01.01.1933, Blaðsíða 19

Sunna - 01.01.1933, Blaðsíða 19
S U N N A 115 Kínverskur rakari að verki. Mongólanna er austur- og suðaustur-Asía: Kína, Mongólía, Mandsjúría og ]apan. Frá þessum löndum berast nú daglega fréttir af ýmsu markverðu, sem gerist þar. En fyrir nokkrum árum voru fréttir þaðan fátíðari og fyrir nokkrum mannsöldr- um reyndu Austurlanda-þjóðirnar að dyljast sem bezt fyrir Evrópumönnum og létu sér fátt um menningu hvíta kyn- þáttarins. Vildu þessar fornu menningarþjóðir búa að sínu. Til marks um það, að þær vildu forðast útlendinga og bægja þeim frá sér, er hinn frægi kínverski múr eða varnargarður, sem Kínverjar byggðu fyr á öldum. Mongólarnir, sem búa þarna austur frá, eru mjög ólíkir þeim mönnum, sem við sjáum daglega og erum með. Þeir eru frekar lágir vexti, hafa einkennilegt höfuðlag og sérkennilegan andlitssvip. Þeir eru kinnbeinaháir, breiðleitir og þykkleitir venjulega, hökustuttir og ennisbreiðir. Augun eru skásett. Þeir eru flestir dökkir á hár eða svarthærðir. Hárið er strítt.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.