Sunna - 01.01.1933, Blaðsíða 26

Sunna - 01.01.1933, Blaðsíða 26
122 S U N N A Myndamót úr linoleum. i. Fallegar myndir prýða bækur og eru oft betri til skilnings- auka en langar lýsingar. Myndir eru eigi síður til gagns og skrauts í skrifuðum bókum en prentuðum. Það tekur langan tíma að teikna fallega mynd, en ef til er myndarmót, og önnur nauðsynleg áhöld, þarf aðeins eitt eða tvö handtök til að setja fullgerða mynd í bókina sína. Þegar ritgerðir eru samdar um víðtækt efni, t. d. atvinnu- vegi íslendinga, er gott fyrir bekkjarsystkini að teikna og móta sína myndina hvert, og lána síðan bekknum mótin. Þá getur hvert barn notað öll mótin, hinum að bagalausu. Hér á eftir er sagt frá því, hvernig einföld myndamót eru búin til úr linoleum: 1) Myndin, sem skera á út, er vandlega teiknuð á pappír. Ef hún verður öfug í spegli, eins og Iandkort eða letur, þá er nauðsynlegt að taka hana upp á gagnsæjan pappír. Er þá gott að festa gagnsæja pappírinn með teiknibólum á myndina meðan dregið er ofan í hana, svo að blöðin mjakist ekki til. Stundum getur verið gott að taka myndir á gagnsæja pappír- inn upp úr bókum, en þá er auðvitað ekki hægt að nota teiknibólur. Ef fangamark eða annað letur er á myndinni, verður það að vera spegilletur, eins og á stimpli eða signeti, nema myndin sé tekin á gagnsæjan pappír. (Sjáðu hvernig nafnið þitt lítur út í spegli). 2) Myndin er teiknuð á hæfilega stóran bút af linoleum (gólfdúk). Er það gert með því að leggja »kalkerpappír« ofan á dúkinn, og snýr litborðið niður. Myndin er lögð þar ofan á. Síðan er dregið nokkuð fast ofan í allar línur myndarinnar, með blýanti eða stíl. Kemur þá myndin á dúkinn. Hafi myndin verið teiknuð á gagnsæjan pappír, er hún

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.