Sunna - 01.01.1933, Blaðsíða 29

Sunna - 01.01.1933, Blaðsíða 29
S U N N A 125 Náttúrugripasafn. Nú fer vertíðin í hönd á Suðurlandi, og þá getur oft verið tækifæri til að ná í hitt og þetta merkilegt handa náttúru- gripasafni skólans. Þú ættir að tala við formenn og aðra sjó- menn, sem þú þekkir, og biðja þá að hirða og halda til haga því, sem þeir fá úr sjó og nota má í safnið. Þannig geta fengizt krabbar, skeljar, kuðungar o. fl. merkisgripir, sem hafast við dýpra en svo, að þeir finnist að jafnaði í fjörum. Þá væri nú ekki alveg ónýtt af fá flæðarmús, enda þótt við séum hætt að trúa því, að hún dragi undir sig gull úr sjó! Vmsir verðlitlir fiskar slæðast í veiðarfæri sjómannanna, þeir er gaman væri og gagn af að geyma í náttúrugripasafni. Það er að vísu nokkrum örðugleikum bundið, að varðveita fiska svo að vel sé. Ef þeir eru litlir, er bezt að geyma þá í vínanda, í hæfilega stóru og heppilega löguðu, glæru glasi. I stað vínanda má nota 5 °/o formalinblöndu, en það er miklum mun ódýrara. Vökvinn þarf að fljóta vel yfir skepnuna, og ef hún er ekki mjög lítil, er nauðsynlegt að opna kviðarhol hennar lítið eitt, svo að vökvinn komist inn í það og verji innyflin rotnun. — í vínanda eða formalinblöndu má geyma flesta þá náttúrugripi, er verja þarf rotnun og eru ekki of stórir til þess. Stærri fiska má flá og stoppa upp af þeim haminn. Er þá roðið rist eftir rákinni á báðum hliðum fisksins, flegið þaðan til baks og kviðar, aftur að sporði og fram á snjáldur, og allt kjöt hreinsað vel af roði og uggum. Höfuðbeinin þurfa að fylgja roðinu, en vel þarf að plokka af þeim allt hold og fylla með baðmull í staðinn. Nýr búkur er gerður úr hampi, baðmull eða einhverju slíku, jafn búki fisksins að stærð og lögun. Gott er að hafa spýtu innan í honum, til að halda honum stinnum og réttum, í staðinn fyrir hrygg. Aður en roðið er látið utan um nýja skrokkinn, þarf að bera innan í

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.