Sunna - 01.01.1933, Blaðsíða 32

Sunna - 01.01.1933, Blaðsíða 32
128 S U N N A IV. „Unglingur“ er barnaskólablað á Akureyri. Hafa »Sunnu« verið send nokkur blöð frá í fyrra og í vetur. Hvert blað er 4 síður að stærð, í stóru broti, kemur út einu sinni á hálfum mánuði og kostar 15 aura eintakið. í síðasta tölubl. eru sögur eftir tvær stúlkur, nemendur skólans, auk þess æfintýri, þýtt eftir eldri nemanda skólans. Þá er í blaðinu íræðileg grein um fluglistina o. fl., skrítlur og smælki. V. „Skóli og heimili“ er fjölritað málgagn kennarafélags ísafjarðar. »Sunna« hefir fengið 5. og 6. tbl. I. árg., gefin út í okt. og nóv. 1932. Hvert tbl. er 4 síður. — Blaðið flytur ýmsar nytsamar greinar og er líklegt til þess að gera gagn, auka skilning á skólastarfinu. — 380 börn eru nú í barna- skóla Isafjarðar, VI. „Þröstur“. »Sunnu« hefir einnig borizt jólablað »Þrastar«, sem unglingafélagið »Þröstur« í Rvík gefur út. Flytur blaðið jólasögur, þýddar og frumsamdar, þá ferðasögur og eitt kvæði; ennfremur gátur, þrautir, skrítlur o.fl. — Blaðið er 10 síður að stærð, með skrautlegri forsíðumynd, fjölritað. VII. „Vorið“ er barnablað, sem prentað er og gefið út á Akureyri. Er fyrsti árgangur þess kominn út (8 tölublöð). Ritstjóri og útgefandi er Hannes J. Magnússon, kennari á Akureyri. Er ritstjórinn einlægur bindindisvinur, enda leggur »Vorið« þeim sérstakt lið, sem vilja berjast móti áfengisnautn og tóbaksnotkun. Desemberblað »Vorsins« getur þess, að »félag hafi verið stofnað við barnaskóla Akureyrar, með þeim börnum, er fullnaðarpróf tóku. Félagið hlaut nafnið Draupnir og starfar í anda ungmennafélaganna, en hefir auk þess að höfuðverk- efni, að hlynna að barnaskóla Akureyrar eftir megni*. G. M. M. Sunna kemur út mánaðarlega að vetrinum, 6 hefti á ári, 32 bls. hvert. Árgangur kostar kr. 2,00 og greiðist fyrirfram. 50 aura heftið í lausasölu. Ritstjórar: Aðalsieinn Sigmundsson og Gunnar M. Magnússon. Utanáskrift: Pósthólf 406, Reykjavík. Ríkisprentsmiöjan Gutenberg.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.