Sunna - 01.02.1933, Blaðsíða 5

Sunna - 01.02.1933, Blaðsíða 5
S U N N A 133 hug, að þau séu eflir annan íslending. Hann hefir lært mikið af suðrænni list og orðið fyrir sterkum áhrifum af henni. En þau áhrif hafa þó í engu skert sjálfstæði hans og íslenzkt eðli, heldur veitt hvorutveggja aukna víðáttu. Því miður getur Sunna ekki birt myndir af þeim verkum Ásmundar, sem kunnust eru íslenzkum börnum. En það eru lágmyndir þær, sem Austurbæjarskólinn í Reykjavík er skreytt- ur með. Þær myndir sýna börn við ýms þau viðfangsefni, er skólinn leggur fyrir þau. Myndin, sem hér er á forsíðu heftisins, er af hlaupandi dreng. Hugsar listamaðurinn hana sem gosbrunn, og komi vatnsbogi upp úr horninu, sem drengurinn heldur á, og niður í lófa hinnar handarinnar. Vatn spýtist þá og upp úr fótstall- inum, eins og drengurinn stígi á dý. — Myndin af Sæmundi sýnir hann, er hann reiðir saltarann til höggs. Hinar mynd- irnar þurfa engra skýringa við. A. S. Kjartan. Nú skulum við svipast dálítið um í færeyskri byggð, eins og gert var ráð fyrir í síðasta hefti. Og stundina, sem við höfum til þess, notum við til að heimsækja hann Kjartan litla og vita hvers við verðum vísari. Eyjan, sem foreldrar hans búa á, er fremur lítil, há og ýmist snarbrött eða hengiflug í sjó. Byggðin stendur í bratta og húsin standa þétt, til þess að komast fyrir á því litla svæði, sem er nógu slétt fyrir þau. Túnin eru svo brött, að hlaða verður grjótgarða um þau hér og þar, langsetis brekkunni, svo að jarðvegurinn skríði ekki í stórrigningum. Pabbi Kjartans litla stundar sömu atvinnu og aðrir eyjar- búar. Hann rær til fiskjar þegar gefur, en gæftir eru stopular, því að lendingin er slæm. Hann á dálítið af kindum, sem

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.