Sunna - 01.02.1933, Blaðsíða 7

Sunna - 01.02.1933, Blaðsíða 7
SUNN A 135 Bjargsig í Færeyjum. »í vor er leið kom hingað Englendingur einn að safna eggjum. Hafði hann farið víða um heim í sömu erindum, en hirti þau egg ein, er hann tók með eigin hendi úr hreiðrum fuglanna. Nú vildi hann síga eftir eggjum í björgin hérna, því að þau eru meðal beztu fuglabjarga Færeyja. Hann réði sér eina sex menn með vað og annan útbúnað, og þeir héldu út á bjargbrúnina. Var ekki laust við, að hroll- ur færi um Englendinginn, er hann leit fram af brúninni og sá öldur Atlantshafsins skola rætur bjargsins 400 metrum fyrir neðan sig. Hann hikaði en ekki nema andartak. Svo lét hann festa sig í sigasætið og seig niður í bjargið. Bjargsigið gekk ágætlega. Englendingurinn stanzaði hér og þar við syllurnar í bjarginu og tíndi egg í tösku sína. Ðrátt hafði hann náð í allar tegundir, sem hér er að hafa, og lét draga sig upp. Hann var mjög ánægður með árangur ferðar- innar. En hann hafði týnt gullúrinu sínu og hálfri festinni, og það þótti honum mjög leitt, því að hann hafði erft úrið eftir afa sinn. Hann skýrði svo frá, að þegar hann hefði verið kominn nokkuð niður, hefði úrfestin krækzt fyrir litla snös í berginu og úrið drógst upp úr vasanum. Hann seig áfram niður og

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.