Sunna - 01.02.1933, Blaðsíða 8

Sunna - 01.02.1933, Blaðsíða 8
136 S U N N A náði ekki að losa festina, svo að hún slitnaði. Úrið féll niður í litla glufu, svo þrönga, að Englendingurinn kom hendinni ekki niður í hana og varð því að láta úrið eftir. Annar mað- ur, er seig að leita þess, fann glufuna, en kom hendinni ekki niður í hana heldur. Fréttin um gullúrið fór eins og eldur í sinu um alla byggð- ina. Kjartan heyrði hana eins og aðrir, og hann var ekki lengi að ráða af hvað gera skyldi. Hann kom hlaupandi til mín og sagði: »Pabbi, má eg ekki síga eftir úrinu? Eg er viss um, að mín hendi kemst niður í glufuna*. Og hann fékk að reyna. Mamma hans var að vísu treg til að leyfa það. En hún vissi, að Kjartan mundi verða bjargmaður með tímanum, og þá var ekki nema gott að venja hann við. Svo fórum við fram á brúnina við þriðja mánn, og Kjart- an fór fram af, bundinn í vaðinn. Hann seig svo myndarlega, að eg var hreykinn af honum. Brátt kallaði hann: »Stanz«, svo að glumdi í berginu. Svo var allt kyrrt litla stund, en þá kallaði hann aftur: Dragið upp!« Brátt stóð Kjartan uppi á brúninni, brosandi út að eyrum, og dró úrið upp úr buxnavasa sínum. Englendingurinn varð glaður og steinhissa, þegar Kjartan færði honum úrið. »Þú ert hugrakkur drengur,* sagði hann, þegar hann heyrði að snáðinn hefði sjálfur sigið eftir því. Og Kjartan fékk glóandi gullpening í fundarlaun. Englendingurinn fór heimleiðis daginn eftir. En þar með er sögunni ekki lokið. Hér um daginn fékk Kjartan böggul í póstinum. Innan úr honum kom myndavélin og bréf frá Eng- lendingnum. Þar segist hann hafa sagt börnum sínum söguna af Kjartani og úrinu, og þau hafi orðið svo hrifin, að þau auruðu saman í þessa gjöf handa drengnum. Það er því engin furða, þó að Kjartan sé glaður og hreyk- inn yfir myndavélinni sinni«. Svona er sagan af Kjartani litla. Og hún er sönn. Hann er fæddur »velbergklifrandi«, og það er allur fjöldinn af lönd- um hans. Það er örðugt að bjargast áfram án hugrekkis og karlmennsku í Færeyjum. A. S.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.