Sunna - 01.02.1933, Blaðsíða 18

Sunna - 01.02.1933, Blaðsíða 18
146 S U N N A slór, að hann fylli alveg upp í opið á kassanum. Á hann er gott að setja typpi, til að draga skúffuna út með. Spjöldin. Spjöldin, sem skrifað er á, verða að vera úr þykkum gljápappír (karton), og fylla næstum því út í skúffuna á breidd, en standa hérumbil hálf upp úr henni. Spjöld í fyr um getinn kassa verða að vera 13,5 sm. á breidd og 10 sm. á hæð. — Þegar farið er að skrifa á spjöldin, er það gert á þann hátt, að skrifað er aðeins eitt efni á hvert spjald. Nafnið á því er skrifað efst á blaðið og stryk undir, svo að það þekkist frá hinum orðunum. Síðan er skrifað það, sem maður veit eða nær í um það efni, en ekki meira en það, sem kemst á eitt spjald. Skrifa má báðum megin. Ef maður skrifar um einhvern merkan mann, þá skrifar maður fyrst, efst til vinstri, fullt nafn hans og stryk undir. í næstu línu er svo skrifað hvenær hann fæddist, hvenær hann dó, og svo áfram það helzta úr lífi hans. Síðan er spjöldunum raðað í skúffuna eftir stafrófsröð. Svo er nauðsynlegt, að skilja stafaflokkana hvern frá öðrum með spjaldi, sem er dálítið hærra en þau, sem skrifað er á, en má þó ekki rekast upp í lokið á kassanum. Bezt er að hafa þessi spjöld öðruvísi á litinn en hin, og er skrifaður á þau stafur þess flokks, sem spjöldin tilheyra. Á þann hátt er auð- velt að finna það, sem leitað er að, í því sem búið er að skrifa. 7ón R. Kjartansson (13 ára) Austurbsk. Rvíkur. Ari G. Guðmundsson, Holti, Ásum, A. Húnavatnssýslu, vill komast í bréfasamband við dreng einhverstaðar á landinu. Eg er 10 ára gamall og vil helzt hafa drenginn jafngamlan. Hólmfriður Jónsdóttir, 15 ára, og Egill Jónsson, 11 ára, bæði að Kaldbak um Húsavík, og Björk Baldvinsdóttir, 14 ára, að Hveravöllum í Reykjahverfi um Húsavík, vilja öll komast í bréfasamband við jafnaldra sína í fjarlægum héröðum. Mig langar að komast í bréfasamband við telpu einhver- staðar á landinu, og vil helzt hafa hana jafngamla mér. Hall- dóra Sveinsdóttir (13 ára), Arnardal um ísafjörð.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.