Sunna - 01.02.1933, Blaðsíða 19

Sunna - 01.02.1933, Blaðsíða 19
S U N N A 147 Vorgróður. Fyrsta strandferðin mín. Einn föstudagsmorgun í vetur, þegar eg var að fara í skól- ann, fréttist að það væru strandaðir 2 enskir togarar skammt þaðan, sem eg á heima. Mig langaði ósköp mikið til að sjá skipin, en eg þurfti að fara í skólann. Þegar skólinn var bú- inn á laugardaginn, fóru margir drengir úr skólanum á strand- staðinn, en þá var orðið svo áliðið dags, að eg kaus heldur að fara daginn eftir með pabba mínum. Á sunnudaginn fór eg á fætur um leið og pabbi. Við fengum nú matinn með fyrra móti. Þegar við vorum búnir að borða, lögðum við af stað. Rétt þegar við vorum komnir upp á klifið, sem er rétt fyrir ofan húsin, kom tjörn, og það var gljáandi skautasvell á henni, og þar bundum við á okkur skautana okkar, og eftir það gátum við farið hérumbil alla leið á skautum. Þegar á strandstaðinn kom, sáum við 4 menn koma á eftir okkur og þekktum við strax hverjir það voru. Þegar þeir komu til okkar, spyrja þeir okkur, hvort við ættum ekki að fá lánaðan björgunarbátinn og fara um borð í v.s. >Óðin«, er lá þar úti í víkinni. Við fengum leyfi fyrir bátnum, ef við gæt- um komið honum á flot. Eftir langa mæðu og mikið strit tókst okkur að koma honum á flot, en þá tók ekki betra við, því að nú kemur allur Englendingahópurinn og allir með in- flúenzu og ætluðu að ryðjast inn í bátinn til okkar. Við af- sögðum að hafa þá með, en þeir sögðu, að þá fengjum við ekki bátinn, og varð það úr, að tveir af þeim fóru með okkur fram í annan togarann, þar höfðum við bátaskipti og fengum lítinn léttbát og gekk allt vel eftir þetta. í Óðni fengum við hinar beztu viðtökur, fyrst fengum við að skoða skipið hátt og lágt, en mest gaman þótti mér nu samt að sjá byssurnar og ljóskastarana. Svo þegar fór að skyggja, rerum við í land, bundum á okkur skautana okkar.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.