Sunna - 01.02.1933, Blaðsíða 20

Sunna - 01.02.1933, Blaðsíða 20
148 S U N N A og renndum okkur eftir gljáandi svellunum í glaðatunglsljósi alla leið heim, og þá þótli mér gott að fá matinn minn, því að eg var orðinn svo óttalega svangur, en mikið þótti mér samt skemmtileg fyrsta strandferðin mín. Jón Einarsson (9 ára) Raufarhöfn. Sundlaugarnar. Eg fór oft í sundlaugarnar í sumar mér til gagns og gam- ans. Mér þykir sund mjög skemmtileg íþrótt og fór ég því eins oft og ég gat. Oftast fórum við margar stelpurnar saman fótgangandi og reyndum þá stundum að fá að sitja ofan á einhverjum kassabílnum, ef við nenntum ekki að ganga, eða ef við vorum orðnar þreyttar, því að löng þótti okkur leiðin. I sundlaugunum eru tvö sólskýli, annað fyrir karlmenn, en hitt fyrir konur, og svo eru náttúrlega klefar, sem menn geta farið í, þegar sól er ekki, og svo komast ekki allir í sólskýlin. Eitt bretti er í sundlaugunum, sem kallað er háa bretti, og er það til þess að kasta sér af í sundlaugina. Það er með tveim mottum að ofan, annari minni og annari stærri. Tröppur liggja upp á brettið, sem gengið er upp. Brú er yfir miðja laugina og eru fjórir stigar beggja megin við hana og gengur fólk þar niður í laugina, ef það vill það heldur, eða ef það getur ekki kastað sér niður af brettinu. Þar er einnig lítil búð, sem stendur við annan endana á brúnni. I henni er selt sælgæti og fleira, og þykir bæði krökkum og fullorðnum gott að kaupa sér þar eitthvað, sem þau langar í. Sólveig Pétursdóttir (12 ára) Austurbsk. Rvíkur. Gunna og dvergurinn. Einu sinni var telpa, hún hét Gunna. Hún var að hátta sig. Þá sér hún eitthvað á gólfinu, sem hreyfist. Hún tekur það upp og sér að það er dvergur. »Hvað viltu hingað?* spurði Gunna. »Eg ætlaði að fá mér matc, sagði dvergurinn. »Ætlaðirðu ekki að spyrja að því áður,?« »]ú jú, eg ætlaði að fara að spyrja þig að því«. »Þú skalt heldur spyrja hana mömmu rnína*. »]æja«, sagði dvergurinn. Hann fór til mömmu

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.