Sunna - 01.02.1933, Blaðsíða 24

Sunna - 01.02.1933, Blaðsíða 24
152 S U N N A Kvöldvaka í heimavistarskóla. Mér kemur í hug, að lesendum >Sunnu« þyki ef lil vill gaman að heyra eitthvað um heimavistarskóla, þar sem þeir eru svo fáir hér á landi og skólalífið þar dálítið frábrugðið því, sem gerist í venjulegum barnaskólum. En þar sem rúm >Sunnu« er takmarkað og efnið yfirgrips- mikið, ætla ég að þessu sinni aðeins að segja frá skemmti- legri kvöldstund, sem við áttum hér nýlega í heimavistarskól- anum að Flúðum í Arnessýslu. Aður en frásagan hefst, má geta þess, að skólinn starfar í tveim deildum, eldri og yngri. Nú eru 18 börn í eldri deild, en 11 í hinni yngri. Hvor deild er hálfan mánuð í senn í skólanum. Kvöldið, sem hér segir frá, var eldri deildin í skól- anum. Auk skólabarnanna eru hér heimilisföst 4 börn undir- ritaðs, 3—9 ára að aldri, og 3 menn fullorðnir. Af þessu má sjá, að hér er sannkallað barnaheimili. Við erum vön að koma saman í borðstofunni eftir kvöld- verð. Situr þá hver við vinnu sína, en einn les upphátt fyrir fólkið. í vökulokin er svo lesin bæn, eða stuttur húslestur, áður en gengið er til hvílu. — Þessi kvöldvaka, sem ég ætla nú að segja frá, var ekkert frábrugðin öðrum um fyrirkomu- lag, en lesefnið var nýstárlegt og það vakti mesta gleði. Svo var mál með vexti, að börnin höfðu skrifað ritgerð um fram- tíðarheimilið sitt þennan dag, og sum höfðu teiknað og litað myndir af væntanlegum bæjum og íbúðarhúsum. Einnig höfðu þau nýlega skrifað frumsamdar jólasögur og ritgerð um efnið: >Hvað ég gerði, ef ég væri ríkur*. Eg hafði lofað börnunum að lesa alla þessa stíla um kvöldið. Það vakti mikinn fögnuð. Strax eftir kvöldmat, sem borðaður er kl. 7, söfnuðust börnin saman í borðstofunni, nema þau, er þurftu að hjálpa til við heimilisstörf. Samþykkt var að bíða með lestur frumsömdu ritgerðanna, þar til þau kæmu inn. A meðan var gripið það,

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.