Sunna - 01.02.1933, Blaðsíða 30

Sunna - 01.02.1933, Blaðsíða 30
158 S U N N A Á skipinu leið okkur mætavel, vegna þess hve allir skips- menn voru okkur hlynntir. Mörg okkar höfðu verið sjóveik, en það lagaðist allt, er í land kom. Á Kópaskeri biðu okkar þrjár bifreiðar. Áttu þær að flytja okkur að Efri-Hólum, sem eru nokkuð í suður af Kópaskeri. Á leiðinni skemmtum við okkur með söng o. fl. Veður var illt: rigning og þoka. Þótti okkur verst af öllu að hafa ekkert útsýni. Á Efri-Hólum var ungfr. Kristbjörg Jónatansdóttir, kennslukona frá Akureyri, til að taka þar á móti okkur. Hafði faðir hennar, Jónatan Jó- hannesson, verið okkur samferða frá Húsavík og ætlaði að fara með til Kelduhverfis og verða þar eftir. Á Efri-Hólum var okkur tekið ágæta vel. Þegar við vorum búin að matast, lögðumst við til hvíldar, enda var þá liðið á kvöldið. Sofnuðum við síðan, glöð og ánægð yfir hinum fyrsta degi ferðarinnar. Snemma næsta morgun vöknuðum við og klæddum okkur í snatri. Veður var hið sama og daginn áður: norðankaldi, þoka og úrkoma. Laust fyrir hádegi stigum við í bifreiðarnar, sem áttu að flytja okkur til Kópaskers. — Frá Kópaskeri var lagt af stað eftir lítillar stundar bið. Síðan fórum við í einum áfanga að Jökulsá í Axarfirði. Þar var staðnæmzt og skoðuðum við brúna, sem okkur þótti mjög tilkomumikil. Lítið útsýni var úr bifreiðunum á leiðinni, vegna þokunnar, sem lá eins og meinvættur yfir láði og legi. En þrátt fyrir það skemmtum við okkur hið bezta, en miklu meiri skemmtun hefðum við samt haft, ef veður hefði verið gott. Seinni hluta dags komum við að Meiðavöllum, sem eru skammt frá Ásbyrgi. Var okkur þar tekið hið bezta og borð- uðum við þar kvöldverð. Um kvöldið fór helmingur okkar til Kelduness í Kelduhverfi og áttum við að vera þar um nótt- ina. Á leiðinni til Kelduness lá vegurinn yfir djúpa gjá, sem við veittum sérstaklega athygli. Sagði bifreiðarstjórinn að gjá þessi héti Lambagjá og væri um 20 km. á lengd. — Morgun- inn eftir var alveg sama veður og daginn áður, ef ekki verra, þótt við hefðum heitið á Strandarkirkju daginn áður um gott veður. Afráðið var að fara ekki til Ásbyrgis þenna dag, vegna veðursins. Seinna um daginn fórum við í bifreiðunum til

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.