Sunna - 01.02.1933, Blaðsíða 31

Sunna - 01.02.1933, Blaðsíða 31
S U N N A 159 Víkingavatns, sem er um stundarakstur frá Keldunesi. Feng- um við að tala heim til Akureyrar, því að á Víkingavatni er símstöð. Síðan fórum við til Kelduness eftir litla stund. Dag- inn eftir var veðrið orðið mun betra og þá komið sólskin. Var nú ólíkt að litast um og daginn áður, þegar þokan hvíldi sem farg yfir öllu. Náttúrufegurðin fannst okkur nú mörgum sinnum meiri en áður, þegar við sáum svo lítið fyrir þoku. Um morguninn var lagt af stað til Ásbyrgis, hins mikla og fagra staðar, og hlökkuðum við til að sjá hina miklu nátt- úrufegurð, sem svo mikið var látið af. En þegar við komum til Ásbyrgis, varð sjón sögu ríkari. Hamraveggirnir háir og hrikalegir lykja um byrgið á alla vegu, nema að norðanverðu. Þeir lykja um byrgið í lögun eins og skeifa. Utarlega í miðju byrginu rís Eyjan, hár og mikill klettur, sem er lág yzt, en hækkar meir eftir því sem sunnar dregur, og er margar mann- hæðir syðst, þar sem himinhár hamraveggurinn gengur þver- hníptur upp úr byrginu. Fyrir innan Eyjuna er byrgið allt vaxið skógi. Mest er þar af birki, og reyniviðartré sjást hér og hvar á stangli. Innst inni í Ásbyrgi slógum við tjöldum hjá litlu og fallegu vatni. Nú var farið að dimma í lofti, svo ekki sázt til sólar. Um daginn skoðuðum við byrgið og tókum þar margar myndir. Seinni hluta dags lögðum við af stað út úr byrginu. Var þá kominn norðanvindur og rigning. Gengum við nú heim að Meiðavöllum. Fórum þar í bif- reiðarnar og síðan var okkur öllum ekið til Kelduness. Um kvöldið lögðumst við glöð og ánægð til svefns, yfir deginum, sem hafði haft svo margt fagurt og nýstárlegt í för með sér. Um kl. 10 morguninn eftir lögðum við af stað til Húsavíkur. Á leiðinni fórum við fram hjá Garði, Víkingavatni og fleiri bæjum. Uppi á Reykjaheiði borðuðum við miðdegisverð. Síðan urðum við að ganga yfir mestan hluta heiðarinnar, því að vegir voru nær því engir. Höfðu bifreiðarstjórarnir aldrei farið þarna um áður og villtust út af réttri leið. Veður var vont, þoka og rigning. Um kvöldið komumst við loks til Húsavíkur, eftir margra stunda erfiða ferð. Höfðum við þá verið um 8 stundir frá

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.