Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 3

Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 3
S U N N A 163 hverju áorkað. Við skulum nefna dæmi. Það eru mörg börn, sem fara oft í bíó, og vitið þið það, að þau þurfa að eins að fara tvisvar sinnum sjaldnar á ári í bíó. Þá væru þau búin að spara saman það, sem þau þyrftu að borga í árstillag til Slysavarnafélags Islands. Matthías Þ. Guðmundsson (11 ára), Viðeyjarskóla. Sund og björgun. j ; Sund er íþrótta glæsilegast og hefir svo þótt um langan aldur. Af tveimur ástæðum hefir íþrótt þessi verið í heiðri höfð. Er hin fyrri líftrygging sú, er syndum manni er að íþróttinni, hin síðari hreystin og karlmennskan, sem sundi er samfara. Margir kappar, sem getið er um í fornsögunum, voru mestu sundgarpar. Kjartan Olafsson þreytti kappsund við Ólaf kon- ung Tryggvason, sem frægt er; Grettir synti í kulda miklum yfir Reykjasund í Skagafirði, frá Drangey til lands. Sagt er að Gunnar á Hlíðarenda væri syndur sem selur, Skallagrím- ur á Borg kafaði eftir allstórum steini og hóf upp í bát sinn o. s. frv. Lesið um atburði þessa. íslendingar eru sjómannaþjóð. Og því miður berast margar sorgarfregnir um drukknanir manna á ýmsum aldri. Það er almennt álit manna nú, að slysum þessum myndi fækka, ef flestir landsmenn kynnu sund. Almennur áhugi þjóðarinnar er því vaknaður á máli þessu. Sundskýli eru reist, sundlaugar byggðar, sundnámsskeið haldin og sund kennt í ýmsum skól- um landsins. Þó munu þeir vera margir, sem ekki eiga kost á að njóta tilsagnar í sundi, en vilja þó. Flestir munu þó geta lært sund- tökin hjá einhverjum kunnugum manni. Þegar búið er að læra sundtökin, er sjálfsagt að nota þær stundir, er gefast, til æfinga. Byrjendur þurfa að nota sundkút eða kork sér til léttis og

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.