Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 5

Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 5
S U N N A 165 Björgunarbáturinn „Þorsteinn“. úr hinum stórfelldu sjóslysum. Þess vegna hefir verið stofnað félag, sem vinnur að því að hjálpa sjómönnum, þegar háska ber að höndum og bjarga í slíkum tilfellum. Félag þetta heitir: »SIysavarnafélag Islands*. Markmið félagsins er göfugt og hefir þegar borið mikinn og ágætan árangur. Nýlega hélt félagið 5 ára afmæli sitt. Var í tilefni þess heitið á landsmenn að styrkja félagið með þátt- töku sinni og fjárhagslegum stuðningi. Félagið hefir komið upp björgunartækjum á ýmsum stöðum og hyggst að auka mjög starfsemi sína á komandi árum. Tvo björgunarbáta á félagið nú. Er annar í Sandgerði. Heitir sá »Þorsteinn« og er mjög vel útbúinn til björgunar. Báturinn réttir sig við sjálfkrafa, þótt honum hvolfi eða hann stafnstingist í ósjó. Bátnum fylgir vagn, sem hann stendur í á landi. Má aka hon-

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.