Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 7

Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 7
S U N N A 167 mig og nam ég þá einnig staðar. Leit ég þá hvasst, en þó vingjarnlega, framan í drenginn. Var hann greindarlegur að sjá og hispurslaus í framkomu. Lét hann sér hvergi bregða við augnaráð mitt. Leit hann fast og djarfmannlega á mig Loks hóf hann hægri hendina, benti á mig og spurði hljóm- skærri röddu: »Hvað heitir þú?< »Eg heiti Jón Sveinsson*. »En hvað varst þú kallaður, þegar þú varst lítill?« »Þá var ég kallaður Nonni*. Sneri sá litli sér þá snöggvast við til félaga sinna og kall- aði hárri, silfurskærri röddu, um leið og hann benti á mig með hendinni: »Það er eins og ég sagði, þetta er hann Nonni. Það er hann Nonni frá »Borginni við sundið*. Um leið og hinir drengirnir heyrðu þetta, þutu þeir í burt sem kólfi væri skotið. En litli snáðinn, sem hafði ávarpað mig, var kyrr og hélt áfram að horfa á mig. »Hvað heitir þú, litli vinur?« spurði ég hann loks. »Eg heiti Hörður*. »Hvað ert þú gamall?* »Átta ára«. En nú komu drengirnir aftur með, að minnsta kosti, tutt- ugu börn í eftirdragi. Rigndi nú yfir mig spurningum. »Hvað er orðið af honum 01a?< »Æ, vesalings Oli! Viljið þið endilega vita það?« »Já«, svöruðu þau öll í einu. »En það er mjög sorglegt . . . Verð ég að segja ykkur það?« »Æ-já! Segið þér okkur það«, báðu börnin aftur óþolinmóð. »Jæja, ég skal þá segja ykkur það. Foss skipstjóri var að- cins nokkra daga í Kaupmannahöfn með skip sitt. Sigldi ■hann þá til Borgundarhólms. Á þessari stuttu sjóferð var Óla skipað kvöld nokkurt að hengja upp skipsljóskerin. Datt hann í sjóinn við það verk«.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.