Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 10

Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 10
170 S U N N A En á meðal farþeganna var roskinn danskur maður, Theií að nafni. Theil þessi var svipaður mér að slærð og var hann með hökuskegg eins og ég. Meðan skipið fjarlægðist hægt og hægt hafnarbakkann, gekk Theil fram og aftur um þilfarið. Fullorðna fólkið, sem var á hafnarbakkanum, hélt að Dan- inn væri enginn annar en hann Nonni. Og nú veifaði það húfum og hrópaði: >Lengi lifi Nonni! Húrra!« Varð nú Theil þess var, að köllunum var beint til sín. Undraðist hann það mjög, enda botnaði hann ekkert í hvernig á þessu gæti staðið. Hann tók þó ofan og svaraði brosandi kveðjunum og húrrahrópunum. Veifaði hann hatti sínum og kinkaði kolli til allra hliða. Eg horfði á þenna kímilega atburð úr klefa mínum. Hafði ég mikla skemmtun af þessu. En eftir þetta varð Theil fyrir talsverðum ertingum. Eiríkur J. Eiríksson þýddi. Matthías Þ. Guðmundsson, 11 ára, Viðeyjarskóla um Rvík, óskar eftir að komast í bréfasamband við dreng á sínum aldri, helzt á Seyðisfirði. Hulda S. Guðmundsdóttir, 12 ára, sama stað, óskar eftir að komast í bréfasamband við telpu á sínum aldri, helzt á Síðunni í Vestur-Skaftafellssýslu. Haraldur Kr. Jóhannsson (12 ára), Grenivík pr. A., S.- Þing., vill komast í bréfasamband við dreng, sem á heima í Borgarfirði; og Guðmundur Kr. Jóhannsson (11 ára), sama stað vill komast í bréfasamband við dreng, sem á heima á Suðurlandsundirlendi. Marta Kristjánsdóttir (10 ára), Olafsvík, vill komast í bréfa- samband við jafngamla stúlku einhversstaðar á landinu.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.