Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 12

Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 12
172 S U N N A ungmennafélagar oft mót sín. Þar er ræðupallur, náttúrlegur klettur. Er það í mjög miklu samræmi, að hafa ræðupallinn á og úr bjargi, því að flest málefni ungmennafélaga eru byggð á bjargi. Hin reyniviðarhríslan er ekki eins há, en ekki að síður er hún falleg. Kringum hana eru mörg smá furutré. Hamingjan gefi, að þau nái eins góðum þroska og í öðrum löndum. — Við Alftavatn er skógurinn hæstur. A sumrin eru kalkvistir klipptir af trjánum og þeir settir í hrúgur. I moldar- flög eru bornir grannir kalkvistar. Þar rotna þeir með tíman- um og mynda jarðveg. Allur er skógurinn fallegur. Þeir menn. sem vilja segja, að skógurinn sé ekkert fallegri en»hinn fyrir utan, ættu að sjá hann á vorin. Hann grænkar langt á undan hinum og ber það volt um, að hann sé á miklu fremra þroskastigi. — Þrastaskógur er gróðurreitur íslenzkrar æsku, dyggða og framfara. Og þið ungmennafélagar, ræktið ekki að eins Þrastaskóg, heldur og alla óræktaða bletti, sem hægt er að rækta. Glæðið íslenzkan gróður, bæði lands og mannsanda. Ólafur Jóh. Sigurðsson (14 ára). Torfastöðum í Grafningi, Árn. Nokkrir dagar í sveit. Eg hugsa, að flestum börnum þyki gaman að koma í sveit, sérstaklega á sumrin, að minnsta kosti þykir mér það. Þegar ég var 8 ára, var mér lofað að vera nokkra daga í sveit. Bærinn, sem ég var á, heitir Álfadalur. Hjónin, sem ég var hjá, heita Bjarni og ]óna, börnin þeirra voru 4, og hétu: Nonni, Mundi, ívar og Beta. Svo var líka gömul kona, sem hét, Sigríður. Hún var frá Isafirði. Hún var komin yfir sjötugt, og hafði hár niður að mitti, svo var hún svo ósköp góð við okkur. Á morgnana, þegar við komum á fætur, fórum við að leika okkur, en fólkið að vinna. Einn dag þótti mér mest gaman, það var þegar Bjarni var að hirða heyið. Þá gerði hann stóra kerru úr spýtum, og keyrði svo heyið heim í hlöðu. Bjarni fór sjálfur með, en við gættum þess, að ekkert dytti úr kerrunni. Svo þegar heyið var komið heim í hlöðu, þá fengum við að Ijónast eins og við viidum. Nonni þóttist vera að kenna okkur lifandi sund og dauðasund. Dauðasund var

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.