Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 15

Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 15
S U N N A 175 Einn dag kom lítið lamb á lautarbarminn og jarmaði mikið. Við héldum, að það væri búið að týna mömmu sinni, og fórum að leita að henni. Við leituðum lengi, en fundum ekki mömmuna. Loks hættum við að leita og fórum aftur með tambið heim í lautina. Þá sagði mamma okkur, að þetta væri heimaalningur frá næsta bæ. Eftir þetta var lambið með okkur alla daga og lék sér með okkur og var okkar bezti vinur. Erla G. ísleifsdóttir (11 ára), VestmannaeYjum. Saga. Einu sinni voru tveir drengir, sem hétu Valdi og Halldór. Þeir voru í snjókasti um vetur. Svo voru þeir saman í því að búa til snjókerlingu. Svo var hún skemmd. Þá bjuggu þeir til snjóhús og þeir höfðu kerti inni í húsinu. Þetta var í svo- lítilli brekku. Þeir fóru nú að breyta húsinu í kastala. Svo skoruðu þeir á stráka í snjókast. Þeir höfðu göt á kastalanum og þeir bjuggu til margar snjókúlur og þeir létu þær inn í kastalann og svo létu þeir svona 5 eða 6 kerti inn í kastalann og svo var byrjað. Þá var nú hamagangur inni í kastalanum. Kertin duttu um og svo voru veggirnir farnir að molna og þeir farnir út úr rúst- unum og allar kúlurnar orðnar ónýtar, og svo var nú hætt. Svo fóru þeir heim að borða. Valdimav Finnbogason (11 ára). Austurbæjarskóla Reyltjavikur. Sagan af Hildi Skeggjadóttur. Einu sinni var konungur og drottning í ríki sínu. Þau áttu einn son, er Sigurður hét. Hann var fríður maður sýnum og hinn föngulegasti. Úti í skógi bjuggu gömul hjón. Karlinn hét Skeggi en konan Gríma. Eina dóttur áttu þau, er Hildur hét. Var hún kvenna fegurst. Skeggi lifði á að höggva við fyrir konunginn. En Gríma annaðist inniverkin, og hjálpaði Hildur henni eins og hún gat. Sigurður konungsson var oft á dýraveiðum í skóginum og kom þá til Skeggja. Leizt honum vel á Hildi. Langt inni í

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.