Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 18

Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 18
178 S U N N A legu öldur rísa upp úr hafinu. Því verður varla með orðum lýst, hversu glæsilegt það er, að sjá sjóinn í stórstraumsflóði, er hann brýtur niður björgin með sínum stóru öldum. Þegar við svo vorum búnir að leika okkur um stund við báta okkar, fórum við að veita sjónum meiri athygli, er var svo fagur. Eftir því sem við horfðum lengur á sjóinn og öldurnar, fór- um við að færa okkur lengra og lengra út á nesið, sem við vorum á. Svo varð löngunin mikil, að við gátum ekki setið á okkur og fórum út á brún á tanganum. Þegar við höfðum verið þarna um stund, sáum við, hvar alda reis upp úr hafinu, og allt af fór hún sí-stækkandi, er nær dró. Við urðum mjög hræddir, en sáum þó, að við höfðum ekki tíma til að forða okkur og bergið skalf undir fótum okkar. Svafar, Arni og Lars fóru undir stein, er þar var, en ég var yngstur og hafði ekki tíma til að forða mér, svo að ég barst með öldunni. Og er ég var að detta fram af hamrinum, greip Gísli bróðir minn í mig og bjargaði mér þannig á síðasta augnabliki. Við vorum allir rennblautir og fórum að þurrka föt okkar í sólskininu. Síðan héldum við heimleiðis og vorum ekki svona frakkir lengi á eftir. ]ón H. Á. Johnsen (14 ára). Óhapp. Þegar ég var 9 ára, var ég að leika mér sem oftar, ásamt tveimur systkinum mínum, Ágúst og Sigurveigu. Við lékum okkur oftast uppi á efstu hæð heima hjá okkur. Við ætluðum að fara í »bæjarleik« sem oftar. Eg var elztur og var að bera í bæinn. Það var örmjó brún milli reykháfsins og stiga- gatsins, og var rétt hægt að ganga þar á milli. Þá varð fyrir okkur kassi fullur af fullum persilpökkum. liann var nokkuð þungur og vont að bera hann. Eg ætlaði að fara með hann norður fyrir reykháfinn og ætlaði að stytta mér leið með því að fara á milli reykháfsins og stigagatsins. Ég sneri bakinu að reykháfnum, og var nú opið stigagatið fyrir framan mig. Þá vildi það óhapp til, að ég missti kassann niður og datt sjálfur á eftir. Ég var svo heppinn, að kassinn var á undan mér niður. Ég lenti á kassanum með öxlina. Heyrðist ég þá segja:

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.