Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 20

Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 20
180 S U N N A ekki lengi, því að sólin hverfur að eins þrjár stundir af sólar- hringnum um sumar-sólstöður. Þegar búið er að leita, höldum við heim. Svona ganga allar leitarferðirnar þrjár, hver annarri skemmtilegri. Haraldur Ág. Haraldssort (13 ára). Ferðasaga. Arið 1932, þann 22. maí lagði ég af stað úr Vestmanna- eyjum með vélbáti til Stokkseyrar. Eg ætlaði í sumardvöl austur í Hvolhrepp í Rangárvallasýslu. Sjóferðin gekk vel. en talsvert var ég sjóveik. Þegar til Stokkseyrar kom, var orðið svo áliðið dags, að við gátum ekki fengið bílferð austur. Með mér var frændi minn, sem ætlaði sömu leið og ég. A Stokkseyri þekktum við engan mann, en á Eyrarbakka var fólk, sem afi minn og amma þekktu, og þangað fórum við um kvöldið. Við ætluðum að fá þar gistingu um nóttina. Þegar við komum að húsinu, var það lokað. Við stóðum þarna í hálfgerðum vandræðum. Kemur þá til okkar maður og spurði okkur, hvort við hefðum ætlað að finna fólkið, sem þarna ætti heima. Við játuðum því. Svo spurði hann okkur, hvort við værum ekki frá Miðhúsum. (Heimili afa míns og ömmu, sem ég ætlaði á, heitir Miðhús). Frændi minn sagðist vera þaðan, en sagði, að ég væri frá Vestmannaeyjum. Hann sagð- ist þá skyldi opna fyrir okkur húsið, og við skyldum sofa þar um nóttina. Svo útvegaði hann okkur nógan mat að borða og vísaði okkur á rúm til að sofa í. Síðan skrifar hann á miða og límir á hurðina: »Næturgestir frá Miðhúsum*. Hann gerði það vegna þess, að von var á húsbændunum heim um nóttina. Eg vaknaði snemma um morguninn og klæddi mig. Þegar ég kom fram á ganginn, þá mætti ég húsmóðurinni. Hún spurði mig, hvaðan ég væri, og ég sagði henni, að ég væri frá Vestmannaeyjum. Hún skilur ekkert í því, því henni var sagt, að fólkið væri frá Miðhúsum. En í þessu kom frændi minn fram og þau þekktust. Þá slapp ég úr þessum

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.