Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 21

Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 21
S U N N A 181 Frá vorskóla Austurbæjarskóla 1932. Vorskólann sóttu um 300 börn. Starfsemin byggist mikið á útilífi, ferðalögum, grasasöfnun o. s. frv. Skólinn starfar í vor frá miðjum maí til 1. júlí. vandræðum, Kl. 10 f. h. lögðum við af stað frá Eyrarbakka upp að Ölfusá, og þaðan fengum við bíl austur í Hvolhrepp. Svo lýkur nú þessari ferðasögu. Kristín P. Gunnsteinsdðttir (13 ára). Pétur litli. Pétur litli var fjögra ára. Hann var allt af að gera eitthvað, sem hann mátti ekki. Hann var svo óþægur, að ekki mátti líta af honum eitt augnablik. Einu sinni fór mamma hans frá honum. Þá hljóp hann út á hlað. Þegar mamma hans náði honum, sagði hún: »Ef þú ættir lítinn dreng, sem færi út í bleytuna á sokkunum; hvað mundir þú gera við hann?< »Eg mundi klæða hann í þurra sokka«, sagði Pétur. Þórný Unnur Þorbjörnsdóttir (13 ára).

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.